Áform um Virgin banka 15. mars 2008 17:20 Richard Branson við eina flugvéla Virgin flugfélagsins á Heathrow flugvelli. MYND/AFP Virgin Group fyrirtæki Richard Bransons áformar að opna banka þrátt fyrir misheppnaðan Northern Rock samning samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Telegraph. Ríkisstjórn Bretlands hafnaði boði Virgin í Northern Rock í síðsta mánuði og tilkynnti áform um að ríkisvæða bankann sem hefur átt í miklum erfiðleikum. Þrátt fyrir það segir heimildarmaður blaðsins að Virgin muni opna banka innan árs. Virgin Money dótturfyrirtæki Virgin Group mun sjá um framkvæmdina. Fyrirtækið vonast til að verða að almennum banka, en hefur gefið í skyn að það gæti verið of metnaðarfullt markmið að ná á svo skömmum tíma. Einn heimildarmaður blaðsins sagði að það yrði auðveldara fyrir Virgin að stofna internetbanka frekar en almennan viðskiptabanka nema annað tækifæri í líkingu við Northern Rock reki á fjörur þess. Þó geti fyrirtækið ákveðið að láta til skarar skríða og komast á almennan markað. Áformin munu vera á algjöru frumstigi, en heimildarmenn Telegraph segja að almenningur myndi fagna Virgin á bankamarkaðnum. Ef bankinn verði að veruleika eigi nafnið Virgin Bank vel við.Talið er að fjármagn hafi þegar verið ráðstafað í verkefnið en Virgin neitar að tjá sig um málið. Jason Wyer-Smith talsmaður Virgin Money segir að það hafi verið ljóst að ef samningar tækjust ekki um Northern Rock myndi Virgin Money verða eflt. „Það þýðir vissulega að við munum leita leiða til að komast inn á bankamarkaðinn," sagði hann. Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Virgin Group fyrirtæki Richard Bransons áformar að opna banka þrátt fyrir misheppnaðan Northern Rock samning samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Telegraph. Ríkisstjórn Bretlands hafnaði boði Virgin í Northern Rock í síðsta mánuði og tilkynnti áform um að ríkisvæða bankann sem hefur átt í miklum erfiðleikum. Þrátt fyrir það segir heimildarmaður blaðsins að Virgin muni opna banka innan árs. Virgin Money dótturfyrirtæki Virgin Group mun sjá um framkvæmdina. Fyrirtækið vonast til að verða að almennum banka, en hefur gefið í skyn að það gæti verið of metnaðarfullt markmið að ná á svo skömmum tíma. Einn heimildarmaður blaðsins sagði að það yrði auðveldara fyrir Virgin að stofna internetbanka frekar en almennan viðskiptabanka nema annað tækifæri í líkingu við Northern Rock reki á fjörur þess. Þó geti fyrirtækið ákveðið að láta til skarar skríða og komast á almennan markað. Áformin munu vera á algjöru frumstigi, en heimildarmenn Telegraph segja að almenningur myndi fagna Virgin á bankamarkaðnum. Ef bankinn verði að veruleika eigi nafnið Virgin Bank vel við.Talið er að fjármagn hafi þegar verið ráðstafað í verkefnið en Virgin neitar að tjá sig um málið. Jason Wyer-Smith talsmaður Virgin Money segir að það hafi verið ljóst að ef samningar tækjust ekki um Northern Rock myndi Virgin Money verða eflt. „Það þýðir vissulega að við munum leita leiða til að komast inn á bankamarkaðinn," sagði hann.
Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira