Stefán Gíslason, fyrirliði Bröndby, skoraði annað marka liðsins í 2-1 sigri þess á Midtylland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Martin Retov kom Bröndby yfir strax á fimmtu mínútu og Stefán bætti við öðru marki þremur mínútum síðar. Hann átti gott samspil við félaga sinn, Morten Duncan Rasmussen, og komst einn í gegnum vörn Midtjylland og skoraði af miklu öryggi.
Midtjylland minnkaði muninn í uppbótartíma og niðurstaðan því 2-1 sigur fyrir Stefán og félaga. Hann fór meiddur af velli á 54. mínútu og því óvíst hvort hann geti spilað með íslenska landsliðinu gegn Slóvakíu í næstu viku.
Þetta er þriðja markið hans í dönsku úrvalsdeildinni á tímabillinu. Bröndby er nú að stefna á sinn annan sigur í röð síðan að vetrarhléinu lauk en liðið er nú í níunda sæti deildarinnar með 27 stig eftir hreint skelfilega byrjun í sumar.