Hriplek vörn varð Börsungum að falli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. mars 2008 21:18 Leikmenn Valencia fagna einu marka sinna í kvöld. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn er Valencia vann verðskuldaðan sigur á Barcelona, 3-2, í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Eiður átti mjög fínan leik í liði Börsunga og var einn fárra í liðinu sem komst sæmilega vel frá sínu. Það var fyrst og fremst mikill klunnaskapur í varnarleik liðsins sem varð því að falli í dag. Fyrsta mark Valencia var reyndar glæsilegt en fyriliði liðsins, Ruben Baraja, átti þá fast skot utan vítateigs sem söng efst í markhorninu fær. Skiptu engu þó hann væri umvafinn varnarmönnum Barcelona. Markið kom á 17. mínútu en gestirnir voru engu að síður meira með boltann. Það gekk þó heldur illa að byggja upp almennilegar sóknir en þess í stað beittu heimamenn stórhættulegum skyndisóknum. Táningurinn Juan Mata bætti svo við öðru marki skömmu áður en hálfleikurinn var flautaður af. Eftir mikinn darraðadans þar sem þeir Puyol, Milito og Toure féllu nánast hver um annan barst boltinn á Mata sem kláraði færið örugglega. Svipaða sögu var að segja af síðari hálfleiknum en meira líf færðist í sóknarleik Börsunga eftir að Toure fór af velli og Thierry Henry kom inn á í hans stað. Sylvinho kom einnig inn á fyrir Abidal og það var samvinna varamannanna sem skilaði fyrra marki Börsunga. Sylvinho gaf þá laglega sendingu sem Henry skallaði í stöngina og inn. En sjónvarpsmennirnir spænsku voru varla búnir að endursýna markið þegar að Valencia skoraði öðru sinni og endurheimti þar með tveggja marka forskot sitt. David Silva átti þá sendingu frá hægri sem barst á Mata sem náði að koma honum í markið þó svo að varnarmenn Börsunga voru ágætlega staðsettir fyrir framan markið. Samuel Eto'o átt alls ekki góðan dag en hann skoraði þó annað mark Börsunga þegar um tíu míntútur voru til leiksloka. Hann fékk þá boltann á vítateigslínunni og náði að klára færið vel. Börsungar reyndu hvað þeir gátu til að skora jöfnunarmarkið og þar með tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn en allt kom fyrir ekki. Valencia mætir Getafe í úrslitum spænsku bikarkeppninnar. Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn er Valencia vann verðskuldaðan sigur á Barcelona, 3-2, í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Eiður átti mjög fínan leik í liði Börsunga og var einn fárra í liðinu sem komst sæmilega vel frá sínu. Það var fyrst og fremst mikill klunnaskapur í varnarleik liðsins sem varð því að falli í dag. Fyrsta mark Valencia var reyndar glæsilegt en fyriliði liðsins, Ruben Baraja, átti þá fast skot utan vítateigs sem söng efst í markhorninu fær. Skiptu engu þó hann væri umvafinn varnarmönnum Barcelona. Markið kom á 17. mínútu en gestirnir voru engu að síður meira með boltann. Það gekk þó heldur illa að byggja upp almennilegar sóknir en þess í stað beittu heimamenn stórhættulegum skyndisóknum. Táningurinn Juan Mata bætti svo við öðru marki skömmu áður en hálfleikurinn var flautaður af. Eftir mikinn darraðadans þar sem þeir Puyol, Milito og Toure féllu nánast hver um annan barst boltinn á Mata sem kláraði færið örugglega. Svipaða sögu var að segja af síðari hálfleiknum en meira líf færðist í sóknarleik Börsunga eftir að Toure fór af velli og Thierry Henry kom inn á í hans stað. Sylvinho kom einnig inn á fyrir Abidal og það var samvinna varamannanna sem skilaði fyrra marki Börsunga. Sylvinho gaf þá laglega sendingu sem Henry skallaði í stöngina og inn. En sjónvarpsmennirnir spænsku voru varla búnir að endursýna markið þegar að Valencia skoraði öðru sinni og endurheimti þar með tveggja marka forskot sitt. David Silva átti þá sendingu frá hægri sem barst á Mata sem náði að koma honum í markið þó svo að varnarmenn Börsunga voru ágætlega staðsettir fyrir framan markið. Samuel Eto'o átt alls ekki góðan dag en hann skoraði þó annað mark Börsunga þegar um tíu míntútur voru til leiksloka. Hann fékk þá boltann á vítateigslínunni og náði að klára færið vel. Börsungar reyndu hvað þeir gátu til að skora jöfnunarmarkið og þar með tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn en allt kom fyrir ekki. Valencia mætir Getafe í úrslitum spænsku bikarkeppninnar.
Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira