NBA í nótt: Gríðarlega mikilvægur sigur Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2008 09:53 Allen Iverson var ánægður með sigurinn í nótt. Nordic Photos / Getty Images Denver Nuggets vann góðan sigur á New Jersey, 125-114, á sama tíma og helstu keppunautar liðsins, Golden State Warriors, töpuðu fyrir Houston Rockets. Golden State er enn með forystu á Denver í baráttu liðanna um áttunda sætið í Vesturdeildinni. Golden State hefur unnið 42 og tapað 26 leikjum en Denver hefur unnið 41 leik og tapað 28. Allan Iverson var með 26 stig í leiknum, þar af 21 í seinni hálfleik. Hann gaf einnig níu stoðsendingar í leiknum. Denver náði sér vel á strik í fjórða leikhluta og náði 14-1 sprett sem var nóg til að gera út um leikinn. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson var með 29 stig. New Jersey á í harðri baráttu við Atlanta um áttunda sætið í Austurdeildinni. Með sigri í nótt hefði New Jersey tekið áttunda sætið af Atlanta.Houston vann Golden State, 109-106, og er þar með komið aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Houston hafði þar áður unnið 22 leiki í röð. Tracy McGrady átti góðan leik fyrir Houston og skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Bobby Jackson skoraði þriggja stiga körfu úr erfiðu færi þegar tvær mínútur voru til leiksloka og staðan jöfn. Það dugði til að fleyta Houston til sigurs í leiknum. Aðeins sjö leikmenn spiluðu fyrir Golden State í leiknum og þar af komust sex á ´blað. Baron Davis var stigahæstur með 27 stig og Monta Ellis bætti við 24 stigum.Orlando vann Philadelphia, 113-95. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando sem leiddi með mest 34 stiga mun í leiknum. Átta leikmenn Orlando skoruðu tíu stig eða meira í leiknum, þeirra á meðal Dwight Howard sem skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst á aðeins 23 mínútum.Indiana vann Minnesota, 124-113, þar sem Danny Granger skoraði 32 stig í nokkrum öruggum sigri Indiana.Memphis vann New York, 120-106. Mike Miller skoraði 34 stig í leiknum, þar af 24 í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Memphis á útivelli í síðustu nítján útileikjum liðsins.Washington vann Miami, 103-86. Caron Butler var með 25 stig og Antawn Jamison bætti við 22 stigum og nítján fráköstum. Udonis Haslem lék ekki með Miami í nótt en hann gekkst undir aðgerð á ökkla í gær og verður frá út tímabilið af þeim sökum. Meðal annarra meiddra leikmanna Miami má nefna Dwyane Wade, Shawn Marion, Marcus Banks og Alonzo Mourning.San Antonio vann Sacramento, 102-89. Tim Duncan var með 21 stig og þrettán fráköst fyrir San Antonio en Tony Parker bætti við nítján skotum.Portland vann LA Clippers, 107-102. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Brandon Roy bætti við 21 stigi og sex stoðsendingum.Lakers vann Seattle, 130-125. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers en sjö leikmenn liðsins í viðbót skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þetta var tíundi tapleikur Seattle í röð. Að síðustu vann Cleveland sigur á Toronto, 90-83. LeBron James skoraði 29 stig í leiknum og bætti þar með met Brad Daugherty sem stigahæsti leikmaður Cleveland í sögu félagsins. Zydrunas Ilgauskas átti góðan leik og skoraði sextán stig, tók tíu fráköst og varði þrjú skot. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Denver Nuggets vann góðan sigur á New Jersey, 125-114, á sama tíma og helstu keppunautar liðsins, Golden State Warriors, töpuðu fyrir Houston Rockets. Golden State er enn með forystu á Denver í baráttu liðanna um áttunda sætið í Vesturdeildinni. Golden State hefur unnið 42 og tapað 26 leikjum en Denver hefur unnið 41 leik og tapað 28. Allan Iverson var með 26 stig í leiknum, þar af 21 í seinni hálfleik. Hann gaf einnig níu stoðsendingar í leiknum. Denver náði sér vel á strik í fjórða leikhluta og náði 14-1 sprett sem var nóg til að gera út um leikinn. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson var með 29 stig. New Jersey á í harðri baráttu við Atlanta um áttunda sætið í Austurdeildinni. Með sigri í nótt hefði New Jersey tekið áttunda sætið af Atlanta.Houston vann Golden State, 109-106, og er þar með komið aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Houston hafði þar áður unnið 22 leiki í röð. Tracy McGrady átti góðan leik fyrir Houston og skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Bobby Jackson skoraði þriggja stiga körfu úr erfiðu færi þegar tvær mínútur voru til leiksloka og staðan jöfn. Það dugði til að fleyta Houston til sigurs í leiknum. Aðeins sjö leikmenn spiluðu fyrir Golden State í leiknum og þar af komust sex á ´blað. Baron Davis var stigahæstur með 27 stig og Monta Ellis bætti við 24 stigum.Orlando vann Philadelphia, 113-95. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando sem leiddi með mest 34 stiga mun í leiknum. Átta leikmenn Orlando skoruðu tíu stig eða meira í leiknum, þeirra á meðal Dwight Howard sem skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst á aðeins 23 mínútum.Indiana vann Minnesota, 124-113, þar sem Danny Granger skoraði 32 stig í nokkrum öruggum sigri Indiana.Memphis vann New York, 120-106. Mike Miller skoraði 34 stig í leiknum, þar af 24 í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Memphis á útivelli í síðustu nítján útileikjum liðsins.Washington vann Miami, 103-86. Caron Butler var með 25 stig og Antawn Jamison bætti við 22 stigum og nítján fráköstum. Udonis Haslem lék ekki með Miami í nótt en hann gekkst undir aðgerð á ökkla í gær og verður frá út tímabilið af þeim sökum. Meðal annarra meiddra leikmanna Miami má nefna Dwyane Wade, Shawn Marion, Marcus Banks og Alonzo Mourning.San Antonio vann Sacramento, 102-89. Tim Duncan var með 21 stig og þrettán fráköst fyrir San Antonio en Tony Parker bætti við nítján skotum.Portland vann LA Clippers, 107-102. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Brandon Roy bætti við 21 stigi og sex stoðsendingum.Lakers vann Seattle, 130-125. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers en sjö leikmenn liðsins í viðbót skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þetta var tíundi tapleikur Seattle í röð. Að síðustu vann Cleveland sigur á Toronto, 90-83. LeBron James skoraði 29 stig í leiknum og bætti þar með met Brad Daugherty sem stigahæsti leikmaður Cleveland í sögu félagsins. Zydrunas Ilgauskas átti góðan leik og skoraði sextán stig, tók tíu fráköst og varði þrjú skot.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira