Þetta hefði getað verið miklu verra 25. mars 2008 13:52 Dirk Nowitzki þótti hafa sloppið vel eftir slæma byltu á sunnudaginn NordcPhotos/GettyImages Þjóðverjinn Dirk Nowitzki kýs að líta á björtu hliðarnar eftir að hann meiddist á fæti í viðureign Dallas og San Antonio í NBA á sunnudaginn. Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu. Nowitzki lenti illa á fætinum og tognaði bæði á ökkla og hné. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá keppni en sérfræðingar segja að ökklameiðsli á borð við þessi kosti leikmenn venjulega þrjár til sex vikur frá keppni. Ekki er víst að Dallas megi við því að vera án verðmætasta leikmanns deildarinnar í fyrra í svo langan tíma, því liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og á skyndilega á hættu að komast ekki í úrslitakeppnina. Nú eru aðeins þrjár vikur eftir af tímabilinu og hver lið á í kring um 12 leiki eftir fram til 16. apríl sem er síðasti dagur deildarkeppninnar. "Ég var heppinn. Þetta hefði getað verið miklu verra," sagði Nowitzki í samtali við Dallas News og benti á að ekki hefði mátt miklu muna svo leiktíðinni hefði verið lokið fyrir sig. "Það er erfitt að geta ekki spilað, sérstaklega á þessum tímapunkti, en ég verð að vera jákvæður. Þetta hefðu geta verið meiðsli sem kostuðu mig allt tímabilið eða jafnvel ferilinn," sagði Þjóðverjinn hávaxni. Avery Johnson, þjálfari Dallas, segir ekki hægt að setja tímamörk á meiðslin, en segir engar töfralausnir á borðinu fyrir liðið á lokasprettinum. "Þetta er ansi blóðugt en sem betur fer eru þetta ekki mjög alvarleg meiðsli. Við vonum bara að hann nái sér fljótt en eins og staðan er núna er Dirk ekki að fara að spila með okkur. Það kemur enginn Dirk fljúgandi út úr símaklefa eða neitt svoleiðis. Vonandi hjálpar það hinum leikmönnunum að stappa í sig stálinu og klára dæmið án hans," sagði Johnson. Hnémeiðsli Nowitzki eru ekki talin alvarleg, en ökklameiðslin öllu verri. Læknirinn sem annast hann tekur í sama streng og leikmaðurinn og segir hann heppinn. "Guð hlýtur að halda með Mavericks, því þessi meiðsli hefðu getað verið mikið, mikið verri," sagði læknirinn. NBA Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki kýs að líta á björtu hliðarnar eftir að hann meiddist á fæti í viðureign Dallas og San Antonio í NBA á sunnudaginn. Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu. Nowitzki lenti illa á fætinum og tognaði bæði á ökkla og hné. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá keppni en sérfræðingar segja að ökklameiðsli á borð við þessi kosti leikmenn venjulega þrjár til sex vikur frá keppni. Ekki er víst að Dallas megi við því að vera án verðmætasta leikmanns deildarinnar í fyrra í svo langan tíma, því liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og á skyndilega á hættu að komast ekki í úrslitakeppnina. Nú eru aðeins þrjár vikur eftir af tímabilinu og hver lið á í kring um 12 leiki eftir fram til 16. apríl sem er síðasti dagur deildarkeppninnar. "Ég var heppinn. Þetta hefði getað verið miklu verra," sagði Nowitzki í samtali við Dallas News og benti á að ekki hefði mátt miklu muna svo leiktíðinni hefði verið lokið fyrir sig. "Það er erfitt að geta ekki spilað, sérstaklega á þessum tímapunkti, en ég verð að vera jákvæður. Þetta hefðu geta verið meiðsli sem kostuðu mig allt tímabilið eða jafnvel ferilinn," sagði Þjóðverjinn hávaxni. Avery Johnson, þjálfari Dallas, segir ekki hægt að setja tímamörk á meiðslin, en segir engar töfralausnir á borðinu fyrir liðið á lokasprettinum. "Þetta er ansi blóðugt en sem betur fer eru þetta ekki mjög alvarleg meiðsli. Við vonum bara að hann nái sér fljótt en eins og staðan er núna er Dirk ekki að fara að spila með okkur. Það kemur enginn Dirk fljúgandi út úr símaklefa eða neitt svoleiðis. Vonandi hjálpar það hinum leikmönnunum að stappa í sig stálinu og klára dæmið án hans," sagði Johnson. Hnémeiðsli Nowitzki eru ekki talin alvarleg, en ökklameiðslin öllu verri. Læknirinn sem annast hann tekur í sama streng og leikmaðurinn og segir hann heppinn. "Guð hlýtur að halda með Mavericks, því þessi meiðsli hefðu getað verið mikið, mikið verri," sagði læknirinn.
NBA Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira