Markaðurinn dregur andann eftir mikla hækkun 26. mars 2008 09:12 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Gengi hlutabréfa í félaginu hefur lækkað lítillega í sænsku kauphöllinni eftir mikla hækkun síðustu daga. Mynd/Vilhelm Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,41 prósent frá upphafi dags. Þetta er í samræmi við þróunina á helstu hlutabréfamörkuðum á meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum eftir mikla hækkun síðan fyrir páska. Gengi bréfa í bankanum hefur hækkað um rúm tuttugu prósent síðan fyrir páska ef litið er til lægsta gildis þá og hæsta gildis nú. Mikil viðskipti voru með bréf Kaupþings í gær, bæði hér og í Svíþjóð, en gengi bréfa í bankanum hækkaði um tæp tíu prósent. Sænski bankinn SEB Enskilda var umsvifamikill kaupandi í gær og var talið að bæði bankinn hafi séð sér hag í kaupum á bréfunum auk þess sem skortsalar hafi verið að loka stöðum sínum og kaupa þau. Vísitölur á Norðurlöndunum hafa lækkað lítillega og hækkað það sem af er dags. OMX-30 hlutabréfavísitalan í Svíþjóð hefur lækkað um 0,16 prósent, OMX-25 vísitalan í Finnlandi um 0,25 prósent en C-20 vísitalan í Danmörku hækkað lítillega, eða um 0,04 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,2 prósent, Cac-40 vísitalan í Frakklandi hefur lækkað um 0,07 prósent á meðan Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 0,12 prósent. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,3 prósent við lokun markaða þar í landi í morgun. Viðskipti hefjast í Kauphöllinni hér eftir rúman hálftíma. Vísitalan hækkaði um 6,16 prósent í gær og hefur aldrei hækkað jafn mikið á einum degi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,41 prósent frá upphafi dags. Þetta er í samræmi við þróunina á helstu hlutabréfamörkuðum á meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum eftir mikla hækkun síðan fyrir páska. Gengi bréfa í bankanum hefur hækkað um rúm tuttugu prósent síðan fyrir páska ef litið er til lægsta gildis þá og hæsta gildis nú. Mikil viðskipti voru með bréf Kaupþings í gær, bæði hér og í Svíþjóð, en gengi bréfa í bankanum hækkaði um tæp tíu prósent. Sænski bankinn SEB Enskilda var umsvifamikill kaupandi í gær og var talið að bæði bankinn hafi séð sér hag í kaupum á bréfunum auk þess sem skortsalar hafi verið að loka stöðum sínum og kaupa þau. Vísitölur á Norðurlöndunum hafa lækkað lítillega og hækkað það sem af er dags. OMX-30 hlutabréfavísitalan í Svíþjóð hefur lækkað um 0,16 prósent, OMX-25 vísitalan í Finnlandi um 0,25 prósent en C-20 vísitalan í Danmörku hækkað lítillega, eða um 0,04 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,2 prósent, Cac-40 vísitalan í Frakklandi hefur lækkað um 0,07 prósent á meðan Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 0,12 prósent. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,3 prósent við lokun markaða þar í landi í morgun. Viðskipti hefjast í Kauphöllinni hér eftir rúman hálftíma. Vísitalan hækkaði um 6,16 prósent í gær og hefur aldrei hækkað jafn mikið á einum degi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira