Fótbolti

Eins árs fangelsi fyrir fölsun í máli John Obi Mikel

Elvar Geir Magnússon skrifar
Morgan Andersen.
Morgan Andersen.

Morgan Andersen var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Noregi. Andersen er fyrrum framkvæmdastjóri hjá norska liðinu Lyn en hann var dæmdur fyrir að falsa skjöl varðandi samning John Obi Mikel sem nú leikur með Chelsea.

Obi Mikel neitaði á sínum tíma að skrifa undir atvinnumannasamning við Lyn. Andersen falsaði þá undirskrift hans og skilaði inn samningi til norska knattspyrnusambandsins.

Obi Mikel gekk til liðs við Chelsea fyrir tveimur árum en þau félagaskipti voru mikið í fréttum þar sem Manchester United hafði áður kynnt hann sem leikmann sinn. Chelsea greiddi á endanum fjórar milljónir punda til Lyn fyrir leikmanninn og tólf til Manchester United.

Andersen tók síðan við starfi framkvæmdastjóra hjá Fredrikstad en samningi hans við félagið hefur verið rift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×