NBA í nótt: Denver í áttunda sætið 30. mars 2008 03:31 Kenyon Martin skoraði 30 stig fyrir Denver í nótt og hefur ekki skorað meira í leik í fimm ár NordcPhotos/GettyImages Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA. Denver hefur verið á góðri siglingu undanfarið og hafði leikurinn í nótt eðlilega mikla þýðingu fyrir bæði lið sem eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni í einhverri hörðustu deildarkeppni í manna minnum. Denver hefur líka betri innbyrðisstöðu gegn Golden State úr innbyrðisviðureignum og er með betra vinningshlutfall í Vesturdeildinni. Það þýðir að ef liðin yrðu jöfn í töflunni í lok tímabils, telst Denver með betri árangur. Þegar um það bil 10 leikir eru eftir á hvert lið í deildarkeppninni munar aðeins hársbreidd á Dallas, Denver og Golden State sem eru í harðri baráttu um 7. og 8. sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni (sjá tengil á stöðu neðst í fréttinni). Kenyon Martin var atkvæðamestur í liði Denver með 30 stig og 11 fráköst, Carmelo Anthony skoraði 25 stig og JR Smith skoraði 20 stig af bekknum. Baron Davis var stigahæstur í liði gestanna með 28 stig, Stephen Jackson skoraði 25, Monta Ellis 22 og Andris Biedrins skoraði 17 stig og hirti 17 fráköst. Phoenix upp að hlið Lakers í Kyrrahafsriðlinum Phoenix vann nokkuð öruggan útisigur á New Jersey og er fyrir vikið komið upp að hlið LA Lakers á toppi Kyrrahafsriðilsins. Amare Stoudemire hefur verið í gríðarlegu formi upp á síðkastið og hann skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst fyrir Phoenix. Leandro Barbosa skoraði 21 stig, Shaquille O´Neal 17 og Steve Nash var með 10 stig og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að spila meiddur. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey. Detroit slökkti í LeBron James Detroit vann sannfærandi sigur á Cleveland 85-71 í viðureign liðanna sem léku til úrslita í Austurdeildinni í fyrra. Ekki er hægt að segja að hafi verið glæsibragur á leiknum þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. LeBron James náði sér aldrei á strik í leiknum, skoraði aðeins 13 stig en var samt stigahæstur í slöku liði Cleveland. Rip Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 14 stig en skoraði reyndar 8 þeirra af vítalínunni. Fimm leikmenn Detroit skoruðu 12 stig eða meira í leiknum. Tæpt hjá Chicago Chicago vann nauman sigur á Milwaukee 114-111, en liðið glutraði frá sér 21 stigs forystu á heimavelli sínum. Larry Hughes skoraði 19 stig fyrir Chicago og Joakim Noah skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Michael Redd skoraði 33 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Charlotte lagði Portland á útivelli 93-85 þar sem Emeka Okafor skoraði 21 stig fyrir gestina en Travis Outlaw skoraði 26 stig fyrir Portland. Loks vann LA Clippers sigur á Memphis á heimavelli 110-97. Al Thornton setti persónulegt met með 39 stigum fyrir Clippers og Corey Maggette skoraði 26, en Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Memphis. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA. Denver hefur verið á góðri siglingu undanfarið og hafði leikurinn í nótt eðlilega mikla þýðingu fyrir bæði lið sem eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni í einhverri hörðustu deildarkeppni í manna minnum. Denver hefur líka betri innbyrðisstöðu gegn Golden State úr innbyrðisviðureignum og er með betra vinningshlutfall í Vesturdeildinni. Það þýðir að ef liðin yrðu jöfn í töflunni í lok tímabils, telst Denver með betri árangur. Þegar um það bil 10 leikir eru eftir á hvert lið í deildarkeppninni munar aðeins hársbreidd á Dallas, Denver og Golden State sem eru í harðri baráttu um 7. og 8. sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni (sjá tengil á stöðu neðst í fréttinni). Kenyon Martin var atkvæðamestur í liði Denver með 30 stig og 11 fráköst, Carmelo Anthony skoraði 25 stig og JR Smith skoraði 20 stig af bekknum. Baron Davis var stigahæstur í liði gestanna með 28 stig, Stephen Jackson skoraði 25, Monta Ellis 22 og Andris Biedrins skoraði 17 stig og hirti 17 fráköst. Phoenix upp að hlið Lakers í Kyrrahafsriðlinum Phoenix vann nokkuð öruggan útisigur á New Jersey og er fyrir vikið komið upp að hlið LA Lakers á toppi Kyrrahafsriðilsins. Amare Stoudemire hefur verið í gríðarlegu formi upp á síðkastið og hann skoraði 33 stig og hirti 15 fráköst fyrir Phoenix. Leandro Barbosa skoraði 21 stig, Shaquille O´Neal 17 og Steve Nash var með 10 stig og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að spila meiddur. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey. Detroit slökkti í LeBron James Detroit vann sannfærandi sigur á Cleveland 85-71 í viðureign liðanna sem léku til úrslita í Austurdeildinni í fyrra. Ekki er hægt að segja að hafi verið glæsibragur á leiknum þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. LeBron James náði sér aldrei á strik í leiknum, skoraði aðeins 13 stig en var samt stigahæstur í slöku liði Cleveland. Rip Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 14 stig en skoraði reyndar 8 þeirra af vítalínunni. Fimm leikmenn Detroit skoruðu 12 stig eða meira í leiknum. Tæpt hjá Chicago Chicago vann nauman sigur á Milwaukee 114-111, en liðið glutraði frá sér 21 stigs forystu á heimavelli sínum. Larry Hughes skoraði 19 stig fyrir Chicago og Joakim Noah skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Michael Redd skoraði 33 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Charlotte lagði Portland á útivelli 93-85 þar sem Emeka Okafor skoraði 21 stig fyrir gestina en Travis Outlaw skoraði 26 stig fyrir Portland. Loks vann LA Clippers sigur á Memphis á heimavelli 110-97. Al Thornton setti persónulegt met með 39 stigum fyrir Clippers og Corey Maggette skoraði 26, en Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Memphis. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira