Fótbolti

Rosenborg vann Lyn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Indriði í leik með Lyn.
Indriði í leik með Lyn. Mynd/Scanpix

Rosenborg vann í kvöld 2-1 sigur á Lyn í lokaleik fyrstu umferðar norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir að Lyn komst marki yfir í leiknum.

Espen Hoff kom Lyn yfir úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks en Abdou Razack Traore jafnaði metin fyrir Rosenborg á 68. mínútu. Yssouf Kone tryggði svo Rosenborg sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 81. mínútu.

Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason léku báðir allan leikinn í liði Lyn.

Að lokinni fyrstu umferðinni eru Noregsmeistarar Brann á toppi deildarinnar eftir 4-2 sigur á Fredrikstad um helgina. Bodö/Glimt, Rosenborg, Viking og Vålerenga unnu einnig leiki sína í fyrstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×