IFK Gautaborg gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Malmö í lokaleik fyrstu umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.
Jonas Wallerstedt kom IFK yfir með marki á 57. mínútu eftir undirbúning Hjálmars Jónssonar.
Gabriel de Paulo Limeira jafnaði hins vegar metin fyrir Malmö aðeins fimm mínútum síðar og þar við sat.
Hjálmar og Ragnar Sigurðsson léku allan leikinn fyrir IFK.