Fótbolti

Ragnar kom Gautaborg á bragðið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ragnar skoraði fyrir Gautaborg í dag en það var hans fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni.
Ragnar skoraði fyrir Gautaborg í dag en það var hans fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni. Mynd/Guðmundur Svansson

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson skoraði fyrsta mark Gautaborgar sem vann Örebro 4-1 í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Gautaborg hefur fjögur stig að loknum tveimur leikjum.

Gefle vann Norrköping 2-0. Garðar Gunnlaugsson var í byrjunarliði Norrköping en var tekinn af velli um miðjan seinni hálfleik. Gunnar Þór Gunnarsson sat allan leikinn á varamannabekk liðsins.

Ólafur Ingi Skúlason kom ekki við sögu hjá Helsingborg sem gerði 1-1 jafntefli við Halmstad. Jóhann B. Guðmundsson kom inn á eftir klukkutíma leik þegar lið hans GAIS tapaði fyrir Trelleborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×