Fótbolti

Birkir skoraði í tapleik Bodö/Glimt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Birkir í leik með U21 landsliðinu.
Birkir í leik með U21 landsliðinu.

Birkir Bjarnason skoraði fyrir Bodö/Glimt sem tapaði fyrir Lyn í norska boltanum í dag. Lyn vann 3-1 en Birkir kom inn sem varamaður í leiknum og minnkaði muninn með eina marki Bodö/Glimt.

Birkir er á lánssamningi hjá Bodö/Glimt frá Viking í Stafangri. Theodór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði Lyn en var tekinn af velli í blálok leiksins. Indriði Sigurðsson lék allan leikinn með Lyn.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék síðustu 20 mínúturnar í Valerenga sem tapaði 2-0 fyrir Tromsö. Þá var Veigar Páll Gunnarsson í byrjunarliði Stabæk sem vann 4-2 sigur á Lilleström. Veigar var tekinn af velli á 88. mínútu.

Úrslit helgarinnar í Noregi:

Álasund - Brann 4-2

Fredrikstad - Molde 2-1

Ham Kam - Viking 3-2

Lyn - Bodö/Glimt 3-1

Tromsö - Valerenga 2-0

Stabæk - Lilleström 4-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×