Hannes Þ. Sigurðsson hefur opnað markareikning sinn fyrir sænska liðið GIF Sundsvall. Hann skoraði tvö af mörkum liðsins þegar það tapaði 5-3 fyrir Hammarby í kvöld.
Hannes jafnaði leikinn í 1-1 í fyrri hálfleiknum. Sundsvall tók síðan forystu í leiknum en Hammarby jafnaði fyrir hlé. Í seinni hálfleik voru það heimamenn í Hammarby sem höfðu völdin og skoruðu þrívegis áður en Hannes minnkaði muninn undir lokin með sínu öðru marki.
Sverrir Garðarsson og Ari Freyr Skúlason voru einnig í byrjunarliði Sundsvall í kvöld. Hannes og Sverrir léku allan leikinn en Ari Freyr var tekinn af velli á 60. mínútu.
Sundsvall hefur tapað báðum fyrstu leikjum sínum í sænsku deildinni. Hinsvegar hefur Hammarby unnið báða sína.