Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,61 prósent á rólegum lækkunardegi í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir lækkun á gengi bréfa í Marel Food Systems upp á 0,93 prósent og Færeyjabanka upp á 0,81 prósent.
Ekkert félag hefur hækkað á sama tíma.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,17 prósent og stendur í 371 stigi.