Gengi krónunnar hefur veikst um 0,33 prósent í morgun og stendur gengisvísitalan í 161,1 stigi. Gengið lækkaði um 1,1 prósent í gær. Bandaríkjadalur kostar nú rúmar 85 krónur og hefur ekki verið dýrari síðan í desember árið 2002, líkt og fram kom í Fréttablaðinu í dag.
Það kom fram að bandaríkjadalur hafi verið að styrkjast í kjölfar veikingar frá síðasta hausti á kostnað evru, sem hafi á móti staðið í hæstu hæðum undanfarið og verið að veikjast í kjölfar vísbendinga um minni hagvöxt.
Þá kostar eitt breskt pund 151,5 krónur, ein evra 123,6 krónur og ein dönsk króna 16,5 krónur.