Erlent

Reyndi að selja myndir af Fritzl-fjölskyldunni í með­ferð

Starfsmaður á sjúkrahúsi því í Amstetten í Austurríki sem fórnarlömb og fjölskylda Josef Fritzl dvelja á var staðinn að því að reyna að selja evrópskum fjölmiðlum myndir af þessu fólki.

Myndir þessar voru teknar á sjúkrahúsinu og samkvæmt frásögn í breska blaðinu Daily Telegraph vildi starfsmaðurinn fá rúmlega 30 milljónir króna fyrir þær.

Myndirnar munu vera af dóttur Fritzl, hinni 42 ára gömlu Elizabeth og börnum hennar tveimur, Felix sem er sex ára og Stefan sem er átján ára. Fjölskyldan dvelur á sjúkrahúsinu þar sem hún er í andlegri og líkamlegri meðferð eftir hörmungarnar í kjallara Fritzl.

Eftir að mál þetta kom upp á yfirborðið hefur stjórn sjúkrahússins ákveðið að banna öllum starfsfólki sínu að hafa með sér myndavélar eða farsíma í vinnunni. Þessu fylgdi hótun um tafarlausan brottrekstur og málaferli ef einhver starfsmaður reynir að leka myndum eðpa upplýsingum um fjölskylduna meðan hún er í meðferð á sjúkrahúsinu.

Forstjóri sjúkrahússins segir að algert lykilatriði að vernda einkalíf fjölskyldunnar ef meðferðin á að heppnast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×