Forvirkar rannsóknir Þráinn Bertelsson skrifar 14. júlí 2008 06:00 Sumar ríkisstjórnir fylgjast vel með þegnum sínum. Í bók sinni um "Sögu Bretlands frá stríðslokum", segir Andrew Marr (bls. 580), að eftir því sem næst verði komist sé nú um fjórum komma tveimur milljónum eftirlitsmyndavéla beint að íbúum landsins. Lundúnabúi sem heldur til vinnu sinnar og heim aftur hefur verið kvikmyndaður að meðaltali þrjúhundruð sinnum þegar hann kemur heim aftur. Þar að auki hefur verið fylgst með honum úr lofti, úr þyrlum og gervihnöttum, auk þess sem staðsetningartæki í bíl og farsíma gefa upplýsingar um hvar hann er staddur hverju sinni. Andrew Marr telur að nákvæmara eftirlit með borgurum þekkist hvergi, nema ef vera kynni í Kína. Þessu til viðbótar hefur lögreglan í Bretlandi leyfi til að taka DNA-sýni úr öllum þeim sem eru handteknir, auk þess sem henni er gert að safna ljósmyndum af lithimnum augans úr sem allra flestum borgurum. Skattrannsóknamenn í Bretlandi hafa heimild til að fara inn á heimili fólks og taka ljósmyndir til að staðfesta hvort innbúið sé verðmætara en skattframtalið gefur til kynna ellegar hvort fólk hefur laumast til að koma sér upp glerhúsi á svölum eða að húsabaki án tilskilinna leyfa. Allt þetta gerir stjórnin af umhyggju fyrir þjóðinni, til að auka öryggi og draga úr glæpum og einkum hryðjuverkum. Það er að vísu óleyst vandamál hvernig hægt sé að nota allt þetta gífurlega efni í forvarnaskyni, því að það þyrfti stjarnfræðilegan fjölda fólks til að skoða daglega þrjúhundruð kvikmyndir um hvern Lundúnabúa og ráða það af svip hans og fasi hvort hann hafi illt í hyggju. Þó er mögulegt í ákveðnum tilvikum að nota þetta mikla upplýsingasafn til að auðvelda lögreglunni að upplýsa glæpi sem þegar hafa verið framdir. Forvirkar rannsóknaraðferðir til að koma í veg fyrir glæpi hafa ennþá ekki verið fundnar upp. Njósnir virðast ekki duga til að draga úr glæpum. Það gerir hins vegar gamaldags umhyggja og virðing fólks hvert fyrir öðru. Þar sem yfirvöld bera virðingu fyrir almenningi ber almenningur virðingu fyrir yfirvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Sumar ríkisstjórnir fylgjast vel með þegnum sínum. Í bók sinni um "Sögu Bretlands frá stríðslokum", segir Andrew Marr (bls. 580), að eftir því sem næst verði komist sé nú um fjórum komma tveimur milljónum eftirlitsmyndavéla beint að íbúum landsins. Lundúnabúi sem heldur til vinnu sinnar og heim aftur hefur verið kvikmyndaður að meðaltali þrjúhundruð sinnum þegar hann kemur heim aftur. Þar að auki hefur verið fylgst með honum úr lofti, úr þyrlum og gervihnöttum, auk þess sem staðsetningartæki í bíl og farsíma gefa upplýsingar um hvar hann er staddur hverju sinni. Andrew Marr telur að nákvæmara eftirlit með borgurum þekkist hvergi, nema ef vera kynni í Kína. Þessu til viðbótar hefur lögreglan í Bretlandi leyfi til að taka DNA-sýni úr öllum þeim sem eru handteknir, auk þess sem henni er gert að safna ljósmyndum af lithimnum augans úr sem allra flestum borgurum. Skattrannsóknamenn í Bretlandi hafa heimild til að fara inn á heimili fólks og taka ljósmyndir til að staðfesta hvort innbúið sé verðmætara en skattframtalið gefur til kynna ellegar hvort fólk hefur laumast til að koma sér upp glerhúsi á svölum eða að húsabaki án tilskilinna leyfa. Allt þetta gerir stjórnin af umhyggju fyrir þjóðinni, til að auka öryggi og draga úr glæpum og einkum hryðjuverkum. Það er að vísu óleyst vandamál hvernig hægt sé að nota allt þetta gífurlega efni í forvarnaskyni, því að það þyrfti stjarnfræðilegan fjölda fólks til að skoða daglega þrjúhundruð kvikmyndir um hvern Lundúnabúa og ráða það af svip hans og fasi hvort hann hafi illt í hyggju. Þó er mögulegt í ákveðnum tilvikum að nota þetta mikla upplýsingasafn til að auðvelda lögreglunni að upplýsa glæpi sem þegar hafa verið framdir. Forvirkar rannsóknaraðferðir til að koma í veg fyrir glæpi hafa ennþá ekki verið fundnar upp. Njósnir virðast ekki duga til að draga úr glæpum. Það gerir hins vegar gamaldags umhyggja og virðing fólks hvert fyrir öðru. Þar sem yfirvöld bera virðingu fyrir almenningi ber almenningur virðingu fyrir yfirvöldum.