Vill helst spila á Akureyri 3. september 2008 10:02 Árni er kominn heim í heiðardalinn og vonast til þess að spila með Akureyri í vetur. mynd/ole nielsen Handknattleikskappinn Árni Þór Sigtryggsson er enn án félags þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. Hann er búsettur á Akureyri, er byrjaður þar í skóla og segist helst kjósa að spila þar. Það muni þó skýrast á næstu dögum. Mörg félög í N1-deild karla bítast um að fá örvhentu skyttuna Árna Þór Sigtryggsson í raðir sínar fyrir næsta tímabil og nægir þar að nefna félög á borð við Val og HK. Árni Þór sneri heim í sumar eftir skamma dvöl á Spáni og hefur verið búsettur í uppeldisbæ sínum, Akureyri, síðan hann kom heim. Hefur hann verið að æfa með Akureyrarliðinu og spilaði einnig með þeim á opna Reykjavíkurmótinu um síðustu helgi. „Það var alltaf fyrsti kostur hjá mér að spila með Akureyri og er það í raun enn," sagði Árni Þór sem hefur þó ekki enn fengist til þess að skrifa undir samning við félagið. „Það er verið að vinna í því að hafa alvöru lið hérna heima. Ef það gengur upp þá geri ég fastlega ráð fyrir því að vera hérna áfram. Við erum með ágætis lið en vantar samt styrkingu. Mér skilst að það sé allt að gerast og vonandi gengur það eftir. Það er víst verið að skoða einhverja útlendinga," sagði Árni Þór og bætir við að lítil stemning sé fyrir því meðal heimamanna að senda lið til þess eins að vera með. Akureyri hefur misst nokkuð af mönnum í sumar og þar á meðal skytturnar Magnús Stefánsson og Einar Loga Friðjónsson. Árni Þór er byrjaður í skóla á Akureyri en hann á eitt og hálft ár eftir af verkfræðinámi sem hann stefnir á að klára eins fljótt og mögulegt er. Hann yrði líklega að fórna önninni ef hann ákvæði að fara suður til þess að spila handbolta en enginn skortur er á tilboðum að sunnan. „Það eru vissulega möguleikar í stöðunni fyrir mig. Það er samt allt í skoðun og vonandi skýrast málin sem allra fyrst. Vonandi get ég einnig spilað hér heima fyrir mitt lið og mitt fólk," sagði Árni Þór. henry@frettabladid.is Olís-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Handknattleikskappinn Árni Þór Sigtryggsson er enn án félags þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. Hann er búsettur á Akureyri, er byrjaður þar í skóla og segist helst kjósa að spila þar. Það muni þó skýrast á næstu dögum. Mörg félög í N1-deild karla bítast um að fá örvhentu skyttuna Árna Þór Sigtryggsson í raðir sínar fyrir næsta tímabil og nægir þar að nefna félög á borð við Val og HK. Árni Þór sneri heim í sumar eftir skamma dvöl á Spáni og hefur verið búsettur í uppeldisbæ sínum, Akureyri, síðan hann kom heim. Hefur hann verið að æfa með Akureyrarliðinu og spilaði einnig með þeim á opna Reykjavíkurmótinu um síðustu helgi. „Það var alltaf fyrsti kostur hjá mér að spila með Akureyri og er það í raun enn," sagði Árni Þór sem hefur þó ekki enn fengist til þess að skrifa undir samning við félagið. „Það er verið að vinna í því að hafa alvöru lið hérna heima. Ef það gengur upp þá geri ég fastlega ráð fyrir því að vera hérna áfram. Við erum með ágætis lið en vantar samt styrkingu. Mér skilst að það sé allt að gerast og vonandi gengur það eftir. Það er víst verið að skoða einhverja útlendinga," sagði Árni Þór og bætir við að lítil stemning sé fyrir því meðal heimamanna að senda lið til þess eins að vera með. Akureyri hefur misst nokkuð af mönnum í sumar og þar á meðal skytturnar Magnús Stefánsson og Einar Loga Friðjónsson. Árni Þór er byrjaður í skóla á Akureyri en hann á eitt og hálft ár eftir af verkfræðinámi sem hann stefnir á að klára eins fljótt og mögulegt er. Hann yrði líklega að fórna önninni ef hann ákvæði að fara suður til þess að spila handbolta en enginn skortur er á tilboðum að sunnan. „Það eru vissulega möguleikar í stöðunni fyrir mig. Það er samt allt í skoðun og vonandi skýrast málin sem allra fyrst. Vonandi get ég einnig spilað hér heima fyrir mitt lið og mitt fólk," sagði Árni Þór. henry@frettabladid.is
Olís-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira