Fótbolti

Esbjerg fékk Gunnar Heiðar án greiðslu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í Esbjerg í dag.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í Esbjerg í dag. Mynd/Heimasíða Esbjerg

Eftir þvi sem fram kemur á heimasíðu danska úrvalsdeildarfélagsins Esbjerg fékk liðið Gunnar Heiðar Þorvaldsson án greiðslu frá Hannover 96 í Þýskalandi.

Gunnar Heiðar skrifaði undir þriggja ára samning við liðið og verður um leið einn launahæsti leikmaður Esbjerg, eftir því sem heimildir Vísis herma.

Hann var lánaður frá Hannover til norska úrvalsdeildarfélagsins Vålerenga þar sem hann skoraði fjögur mörk í fimmtán leikjum. Hann segir að leikkerfið þar hafi ekki hentað sér auk þess sem hann átti erfitt með að vinna sér sæti í byrjunarliðinu.

„Eftir því sem ég hef fengið að vita hentar leikkerfi Esbjerg mér mjög vel. Vonandi kem ég mér því aftur á sporið og legg mitt af mörkum svo að félagið geti halað inn mörg stig. Ég tel að danska úrvalsdeildin sé sú besta á Norðurlöndunum," sagði hann í samtali við heimasíðu Esbjerg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×