Fundur settur í skuggabankastjórn ... 21. maí 2008 00:01 Seðlabankanum hefur alls ekki tekist að ná tökum á verðbólguvæntingunum. Hann hefur tekið þá afstöðu að elta gengið, sem er helsti áhrifavaldur í einkaneyslu og væntingum neytenda. Það er engin leið að stjórna fljótandi gengi, sérstaklega ekki lítilli mynt á borð við krónuna á frjálsum fjármagnsmarkaði," sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður Greiningardeildar Kaupþings, á fyrsta fundi skuggabankastjórnar Markaðarins, sem efnt var til í salnum Þingholti á Hótel Holti síðastliðinn föstudag. Ásgeir bendir á að þetta sé í þriðja sinn á tíu árum sem verðbólgan hlaupi upp vegna þess að gengið gefi svona hratt eftir. „Síðast 2006 og þar áður 2001 án þess að Seðlabankinn fengi miklu um það ráðið og sprengdi um leið öll markmið bankans. Þetta er kallað gengisleki og hefur meðal annars þau einkenni að gengisbreytingin kemur mjög fljótt fram í verðlaginu, eins og gerst hefur mjög hratt núna. Þetta er auðvitað engin tilviljun og sýnir að Seðlabankinn hefur því miður ekki stjórn á verðbólgumarkmiðunum. Um leið afhjúpast ákveðnir gallar í íslenska fjármálakerfinu sem þarf að takast á við nú þegar, til dæmis með því að íbúðalánasjóðir hætti að vinna gegn markmiðum Seðlabankans." Ásgeir telur litla hækkun á víxlverkun launa og verðlags, en Seðlabankinn hefur varað við þeirri hættu. „Hér er að verða mjög hröð kólnun með uppsögnum. Við horfum fram á töluverðan slaka á vinnumarkaði strax í haust án þess að það sjáist beint í atvinnuleysistölum. Fólk skráir sig ekki á atvinnuleysisskrá fyrr en í algera nauð rekur. Í miklu atvinnuleysi fer ekki mikið fyrir háum launakröfum og ég tel að við gætum fremur horft fram á lækkun launa þegar líður á veturinn. Seðlabankinn tekur þess vegna gríðarlega áhættu með hávaxtastefnu sinni, sérstaklega þegar litið er til þess að nú geisar fjármálakreppa á erlendum mörkuðum með mjög takmörkuðu aðgengi að fjármagni, ekki aðeins fyrir okkur Íslendinga heldur alla. Það hefði verið hægur leikur að taka þann mikla afgang af ríkissjóði sem verið hefur á undanförnum árum og fjárfesta fyrir hann erlendis í skuldabréfum. Með slíkum aðgerðum hefði verið auðvelt að byggja upp sterkan varaforða. Fyrir tveimur árum kom skörp aðvörun; bankarnir tóku mark á henni og byggðu upp sterkar gengisvarnir, en ríkið ekki. Sjálfsagt nær Seðlabankinn aldrei þeim styrk að verða raunverulegur lánveitandi til þrautavara fyrir erlenda starfsemi bankanna, en það sem hann getur gert er að halda krónunni markaðshæfri. Hún er glugginn að íslenska fjármálakerfinu; ef hann frýs eins og gerst hefur að undanförnu eru allar íslenskar fjármálaeignir um leið frosnar. Það er ekki ástand sem hægt er að una við," segir Ásgeir enn fremur.Brýnt að endurskoða peningamálastefnunaEdda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, fagnar aðgerðum Seðlabankans og norrænu seðlabankanna frá því á föstudag og telur þær skipta miklu máli. „Það er auðvitað geysilega mikilvægt að nú þegar hafi verið tilkynnt um gjaldeyrisskiptasamninga við þrjá seðlabanka og að meira sé í pípunum. Það er nokkuð sem við höfum kallað eftir og er til þess fallið að styrkja Seðlabankann, auka trúna á kerfið og hjálpa því að bjarga sér sjálft, ef þannig má að orði komast. Um leið er ljóst að aukið aðgengi að fjármagni losar um í öllu hagkerfinu og minnkar þannig líkur á alvarlegri kreppu," segir hún.Að sögn Eddu Rósar er töluverð hætta fyrir hendi á alvarlegri kólnun, en þó ekki hægt að merkja það enn af hagvísum. „Það vantar skýrari samantekt á fjárfestingaráformum; að mínu viti hefur verið slegið slöku við að safna gögnum til þess að auðveldara sé að vita hvenær og hvernig eigi að bregðast við. Þá hefur Seðlabankinn verið of tregur að tjá sig um einstakar aðgerðir eða verk stjórnvalda. Ég tel að það séu mistök, slíkir aðilar eiga tvímælalaust að skiptast á skoðunum frammi fyrir opnum tjöldum."Forsætisráðherra hefur boðað endurskoðun eða úttekt á peningamálastefnunni og Edda Rós telur brýnt að sú úttekt hefjist fyrr en síðar. „Að mínu mati hafa menn ekki verið nægilega opnir fyrir þeim möguleikum sem þó eru fyrir hendi. Kannski er ein ástæðan hvernig við byggjum upp okkar kerfi, hverjir sitja í bankastjórninni. Við hefðum þurft að beita öðrum aðgerðum og hefðum ekki þurft að vera svona nísk; það hefur ekki verið vilji til að byggja upp skuldabréfamarkað sem virkaði í reynd og myndi þannig treysta verðmyndun á markaði. Það hefur síðan orðið til þess að Seðlabankinn hefur meira að segja sjálfur átt í erfiðleikum með að láta sína vexti virka úti í kerfinu. Við höfum verðtryggt kerfi, þannig að þetta er sérstaklega erfitt á Íslandi. Þetta þarf allt að skoða og fyrr en síðar.Til lengdar er hins vegar mikilvægt að horfa framhjá þeim verðbólgukúf sem þegar er orðinn. Ef við horfum tólf mánuði fram í tímann er verðbólgan væntanlega eitthvað nær fjórum prósentum og jafnvel undir því. En næstu mánuðir verða erfiðir, vegna þeirrar verðbólgu sem er þegar komin fram," segir Edda Rós.Rofið samband milli gengis og vaxta„Trúverðugleiki hvers seðlabanka er honum afar mikilvægur. Án trúverðugleikans er hann nánast lamaður til starfa. Það erfiða ástand sem nú ríkir er ekki síst afleiðing þess að hafa lagt upp með efnahagsstefnu sem byggðist á því að leggja mestan þunga af aðlöguninni á peningamálastjórnina. Við fáum það hressilega í bakið núna," segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. „Það mátti öllum vera ljóst lengi að peningamálastjórnin hefur ekki burði og ekki afl til þess að bera uppi alla þá aðlögun sem henni var ætlað að gera. Afleiðingin er sú að við sitjum eftir í ofurháu vaxtastigi, án þess að geta hreyft okkur mikið úr því í bráð. Við verðum að leggjast yfir það, hvernig má vinda ofan af þessu og komast yfir á stöðugri grundvöll efnahagsstjórnunar en verið hefur hér," segir hann.Ólafur segir að þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans virðist samband vaxta og gengis hafa rofnað fyrr í vetur. „Það er ótrúlegt að sjá jafnvel fimmtíu punkta hækkun stýrivaxta án þess að sjáist högg á vatni. Rof á milli aðgerða bankans og þess sem síðan sést í hagtölum á borð við gengisvísitölu er alveg sérstakt áhyggjuefni. Það þýðir í reynd að í einhverjum skilningi rekum við ekki hefðbundið verðbólgumarkmið hér, heldur erum í einhverju landi sem virðist lítt eða ekkert hafa verið kortlagt."Hann telur gjaldeyrisskiptasamningana hafa jákvæð og góð áhrif. „Þetta eru mikilvægir samningar, en þó er mikilvægt að hafa í huga, að aðgerðir af þessu tagi miða ekki endilega að því að byggja upp sjóði eða lánalínur til að nota, heldur valkosti sem eru til staðar. Aflið felst í því að geta bent á það að þessir valkostir, þessar tryggingar, séu fyrir hendi. Íslensku viðskiptabankarnir eru að nokkru leyti þeir einu í Evrópu sem eru í þeirri stöðu að eiga ekki bakhjarl í lánveitanda til þrautavara, nema að svo miklu leyti sem Seðlabankinn getur lagt þeim til lausafé í íslenskum krónum. Auðvitað skilur hinn alþjóðlegi markaður þetta og þar er komin helsta ástæðan fyrir því háa skuldatryggingarálagi sem þeir hafa þurft að bera umfram aðra banka í sambærilegri stöðu. Seðlabankanum hefur verið ókleift að standa á bak við bankana með þeim hætti sem seðlabankar gera erlendis og vonandi verða þessar aðgerðir og þær sem boðaðar hafa verið til þess að leysa úr þessari úlfakreppu.Það er ekkert annað fyrir okkur að gera en efla gjaldeyrisvarasjóðinn með erlendu láni. Það hefði hins vegar mátt komast hjá því með því að Seðlabankinn hefði á umliðnum árum byggt upp sinn varaforða með viðskiptum á eigin gjaldeyrismarkaði. Með fyrir fram tilkynntri áætlun um hóflegar fjárhæðir í viku hverri, svo dæmi sé tekið, hefði mátt byggja upp digran sjóð á lengri tíma. Þessi leið var ekki farin," segir Ólafur.Dýrt að halda úti krónunni„Trúverðugleiki verður ekki byggður á öðru en árangri og reynslu, ekki orðum og yfirlýsingum. Það tekur langan tíma að byggja upp orðstír fyrir gjaldmiðil, sama á við um hagstjórn. Slíkt verður ekki til á nokkrum dögum," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar og fyrrverandi Þjóðhagsstofustjóri. „Við erum nú á réttri leið, það varð ákveðinn viðsnúningur þegar forsætisráðherra lýsti því yfir á fundi í New York í Bandaríkjunum fyrir nokkrum vikum að yfirvöld stæðu á bak við bankana og myndu bregðast við á sama hátt og ábyrg stjórnvöld í hverju öðru þróuðu ríki. Í framhaldi komu fleiri ráðherrar fram og boðuðu nauðsynlegar aðgerðir, til dæmis eflingu gjaldeyrisvaraforðans.Vandinn er sá að við vitum ekki hvert við erum að fara. Ef við ætlum að ná fullum trúverðugleika gagnvart sjálfstæðri krónu verður að gjörbreyta hagstjórninni. Við getum ekki rekið hagkerfið á 200 milljarða gjaldeyrisvarasjóði og ríkisfjármálastefnu sem vinnur ekki alltaf með hagsveiflunni. Til að halda úti öflugum og sjálfstæðum gjaldmiðli þarf gífurlega öfluga sjóði og ríkisfjármálastefnu sem gengur jafnvel lengra en fræðin segja til um í að vinna gegn sveiflunum. Þetta er einfaldlega gjald sem þarf að greiða fyrir sjálfstæðan gjaldmiðil, svo einfalt er það.Ef við höldum krónunni þarf að endurskoða hagstjórnina frá grunni. Ef við á hinn bóginn göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru eru mun veigaminni rök fyrir því að leggja í gífurlegan kostnað með harðri peningastefnu til að ná trúverðugleika. Hann fengist á einfaldan hátt með evrunni, ef við veldum þá leið. Af þeim sökum skiptir miklu máli að menn geri upp við sig í hvora áttina stendur til að fara," segir Þórður. Undir smásjánni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Seðlabankanum hefur alls ekki tekist að ná tökum á verðbólguvæntingunum. Hann hefur tekið þá afstöðu að elta gengið, sem er helsti áhrifavaldur í einkaneyslu og væntingum neytenda. Það er engin leið að stjórna fljótandi gengi, sérstaklega ekki lítilli mynt á borð við krónuna á frjálsum fjármagnsmarkaði," sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður Greiningardeildar Kaupþings, á fyrsta fundi skuggabankastjórnar Markaðarins, sem efnt var til í salnum Þingholti á Hótel Holti síðastliðinn föstudag. Ásgeir bendir á að þetta sé í þriðja sinn á tíu árum sem verðbólgan hlaupi upp vegna þess að gengið gefi svona hratt eftir. „Síðast 2006 og þar áður 2001 án þess að Seðlabankinn fengi miklu um það ráðið og sprengdi um leið öll markmið bankans. Þetta er kallað gengisleki og hefur meðal annars þau einkenni að gengisbreytingin kemur mjög fljótt fram í verðlaginu, eins og gerst hefur mjög hratt núna. Þetta er auðvitað engin tilviljun og sýnir að Seðlabankinn hefur því miður ekki stjórn á verðbólgumarkmiðunum. Um leið afhjúpast ákveðnir gallar í íslenska fjármálakerfinu sem þarf að takast á við nú þegar, til dæmis með því að íbúðalánasjóðir hætti að vinna gegn markmiðum Seðlabankans." Ásgeir telur litla hækkun á víxlverkun launa og verðlags, en Seðlabankinn hefur varað við þeirri hættu. „Hér er að verða mjög hröð kólnun með uppsögnum. Við horfum fram á töluverðan slaka á vinnumarkaði strax í haust án þess að það sjáist beint í atvinnuleysistölum. Fólk skráir sig ekki á atvinnuleysisskrá fyrr en í algera nauð rekur. Í miklu atvinnuleysi fer ekki mikið fyrir háum launakröfum og ég tel að við gætum fremur horft fram á lækkun launa þegar líður á veturinn. Seðlabankinn tekur þess vegna gríðarlega áhættu með hávaxtastefnu sinni, sérstaklega þegar litið er til þess að nú geisar fjármálakreppa á erlendum mörkuðum með mjög takmörkuðu aðgengi að fjármagni, ekki aðeins fyrir okkur Íslendinga heldur alla. Það hefði verið hægur leikur að taka þann mikla afgang af ríkissjóði sem verið hefur á undanförnum árum og fjárfesta fyrir hann erlendis í skuldabréfum. Með slíkum aðgerðum hefði verið auðvelt að byggja upp sterkan varaforða. Fyrir tveimur árum kom skörp aðvörun; bankarnir tóku mark á henni og byggðu upp sterkar gengisvarnir, en ríkið ekki. Sjálfsagt nær Seðlabankinn aldrei þeim styrk að verða raunverulegur lánveitandi til þrautavara fyrir erlenda starfsemi bankanna, en það sem hann getur gert er að halda krónunni markaðshæfri. Hún er glugginn að íslenska fjármálakerfinu; ef hann frýs eins og gerst hefur að undanförnu eru allar íslenskar fjármálaeignir um leið frosnar. Það er ekki ástand sem hægt er að una við," segir Ásgeir enn fremur.Brýnt að endurskoða peningamálastefnunaEdda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, fagnar aðgerðum Seðlabankans og norrænu seðlabankanna frá því á föstudag og telur þær skipta miklu máli. „Það er auðvitað geysilega mikilvægt að nú þegar hafi verið tilkynnt um gjaldeyrisskiptasamninga við þrjá seðlabanka og að meira sé í pípunum. Það er nokkuð sem við höfum kallað eftir og er til þess fallið að styrkja Seðlabankann, auka trúna á kerfið og hjálpa því að bjarga sér sjálft, ef þannig má að orði komast. Um leið er ljóst að aukið aðgengi að fjármagni losar um í öllu hagkerfinu og minnkar þannig líkur á alvarlegri kreppu," segir hún.Að sögn Eddu Rósar er töluverð hætta fyrir hendi á alvarlegri kólnun, en þó ekki hægt að merkja það enn af hagvísum. „Það vantar skýrari samantekt á fjárfestingaráformum; að mínu viti hefur verið slegið slöku við að safna gögnum til þess að auðveldara sé að vita hvenær og hvernig eigi að bregðast við. Þá hefur Seðlabankinn verið of tregur að tjá sig um einstakar aðgerðir eða verk stjórnvalda. Ég tel að það séu mistök, slíkir aðilar eiga tvímælalaust að skiptast á skoðunum frammi fyrir opnum tjöldum."Forsætisráðherra hefur boðað endurskoðun eða úttekt á peningamálastefnunni og Edda Rós telur brýnt að sú úttekt hefjist fyrr en síðar. „Að mínu mati hafa menn ekki verið nægilega opnir fyrir þeim möguleikum sem þó eru fyrir hendi. Kannski er ein ástæðan hvernig við byggjum upp okkar kerfi, hverjir sitja í bankastjórninni. Við hefðum þurft að beita öðrum aðgerðum og hefðum ekki þurft að vera svona nísk; það hefur ekki verið vilji til að byggja upp skuldabréfamarkað sem virkaði í reynd og myndi þannig treysta verðmyndun á markaði. Það hefur síðan orðið til þess að Seðlabankinn hefur meira að segja sjálfur átt í erfiðleikum með að láta sína vexti virka úti í kerfinu. Við höfum verðtryggt kerfi, þannig að þetta er sérstaklega erfitt á Íslandi. Þetta þarf allt að skoða og fyrr en síðar.Til lengdar er hins vegar mikilvægt að horfa framhjá þeim verðbólgukúf sem þegar er orðinn. Ef við horfum tólf mánuði fram í tímann er verðbólgan væntanlega eitthvað nær fjórum prósentum og jafnvel undir því. En næstu mánuðir verða erfiðir, vegna þeirrar verðbólgu sem er þegar komin fram," segir Edda Rós.Rofið samband milli gengis og vaxta„Trúverðugleiki hvers seðlabanka er honum afar mikilvægur. Án trúverðugleikans er hann nánast lamaður til starfa. Það erfiða ástand sem nú ríkir er ekki síst afleiðing þess að hafa lagt upp með efnahagsstefnu sem byggðist á því að leggja mestan þunga af aðlöguninni á peningamálastjórnina. Við fáum það hressilega í bakið núna," segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. „Það mátti öllum vera ljóst lengi að peningamálastjórnin hefur ekki burði og ekki afl til þess að bera uppi alla þá aðlögun sem henni var ætlað að gera. Afleiðingin er sú að við sitjum eftir í ofurháu vaxtastigi, án þess að geta hreyft okkur mikið úr því í bráð. Við verðum að leggjast yfir það, hvernig má vinda ofan af þessu og komast yfir á stöðugri grundvöll efnahagsstjórnunar en verið hefur hér," segir hann.Ólafur segir að þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans virðist samband vaxta og gengis hafa rofnað fyrr í vetur. „Það er ótrúlegt að sjá jafnvel fimmtíu punkta hækkun stýrivaxta án þess að sjáist högg á vatni. Rof á milli aðgerða bankans og þess sem síðan sést í hagtölum á borð við gengisvísitölu er alveg sérstakt áhyggjuefni. Það þýðir í reynd að í einhverjum skilningi rekum við ekki hefðbundið verðbólgumarkmið hér, heldur erum í einhverju landi sem virðist lítt eða ekkert hafa verið kortlagt."Hann telur gjaldeyrisskiptasamningana hafa jákvæð og góð áhrif. „Þetta eru mikilvægir samningar, en þó er mikilvægt að hafa í huga, að aðgerðir af þessu tagi miða ekki endilega að því að byggja upp sjóði eða lánalínur til að nota, heldur valkosti sem eru til staðar. Aflið felst í því að geta bent á það að þessir valkostir, þessar tryggingar, séu fyrir hendi. Íslensku viðskiptabankarnir eru að nokkru leyti þeir einu í Evrópu sem eru í þeirri stöðu að eiga ekki bakhjarl í lánveitanda til þrautavara, nema að svo miklu leyti sem Seðlabankinn getur lagt þeim til lausafé í íslenskum krónum. Auðvitað skilur hinn alþjóðlegi markaður þetta og þar er komin helsta ástæðan fyrir því háa skuldatryggingarálagi sem þeir hafa þurft að bera umfram aðra banka í sambærilegri stöðu. Seðlabankanum hefur verið ókleift að standa á bak við bankana með þeim hætti sem seðlabankar gera erlendis og vonandi verða þessar aðgerðir og þær sem boðaðar hafa verið til þess að leysa úr þessari úlfakreppu.Það er ekkert annað fyrir okkur að gera en efla gjaldeyrisvarasjóðinn með erlendu láni. Það hefði hins vegar mátt komast hjá því með því að Seðlabankinn hefði á umliðnum árum byggt upp sinn varaforða með viðskiptum á eigin gjaldeyrismarkaði. Með fyrir fram tilkynntri áætlun um hóflegar fjárhæðir í viku hverri, svo dæmi sé tekið, hefði mátt byggja upp digran sjóð á lengri tíma. Þessi leið var ekki farin," segir Ólafur.Dýrt að halda úti krónunni„Trúverðugleiki verður ekki byggður á öðru en árangri og reynslu, ekki orðum og yfirlýsingum. Það tekur langan tíma að byggja upp orðstír fyrir gjaldmiðil, sama á við um hagstjórn. Slíkt verður ekki til á nokkrum dögum," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar og fyrrverandi Þjóðhagsstofustjóri. „Við erum nú á réttri leið, það varð ákveðinn viðsnúningur þegar forsætisráðherra lýsti því yfir á fundi í New York í Bandaríkjunum fyrir nokkrum vikum að yfirvöld stæðu á bak við bankana og myndu bregðast við á sama hátt og ábyrg stjórnvöld í hverju öðru þróuðu ríki. Í framhaldi komu fleiri ráðherrar fram og boðuðu nauðsynlegar aðgerðir, til dæmis eflingu gjaldeyrisvaraforðans.Vandinn er sá að við vitum ekki hvert við erum að fara. Ef við ætlum að ná fullum trúverðugleika gagnvart sjálfstæðri krónu verður að gjörbreyta hagstjórninni. Við getum ekki rekið hagkerfið á 200 milljarða gjaldeyrisvarasjóði og ríkisfjármálastefnu sem vinnur ekki alltaf með hagsveiflunni. Til að halda úti öflugum og sjálfstæðum gjaldmiðli þarf gífurlega öfluga sjóði og ríkisfjármálastefnu sem gengur jafnvel lengra en fræðin segja til um í að vinna gegn sveiflunum. Þetta er einfaldlega gjald sem þarf að greiða fyrir sjálfstæðan gjaldmiðil, svo einfalt er það.Ef við höldum krónunni þarf að endurskoða hagstjórnina frá grunni. Ef við á hinn bóginn göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru eru mun veigaminni rök fyrir því að leggja í gífurlegan kostnað með harðri peningastefnu til að ná trúverðugleika. Hann fengist á einfaldan hátt með evrunni, ef við veldum þá leið. Af þeim sökum skiptir miklu máli að menn geri upp við sig í hvora áttina stendur til að fara," segir Þórður.
Undir smásjánni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira