Gjaldeyrismál 15 ára – nú á vefnum 4. júní 2008 00:01 Yngvi Harðarson Stofnandi Gjaldeyrismála, fréttarits um gjaldeyrismál. Ritið kemur út vikulega og er skrifað af gjaldeyrissérfræðingum Aska Capital. markaðurinn/VALLI Upphaflega markmiðið með útgáfu Gjaldeyrismála var að bæta upplýsingaflæðið varðandi fjármálamarkaðinn og sérstaklega gjaldeyrismarkaðinn í ljósi þess að miklar breytingar voru að verða á markaðsaðstæðum vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið og aukins frjálsræðis í gjaldeyrismálum. Mér fannst vera þörf fyrir að koma fram með vandað upplýsingaflæði til að markaðsaðilar gætu mótað sína afstöðu með skynsamlegum hætti,“ segir Yngvi Harðarson, stofnandi og fyrsti ritstjóri Gjaldeyrismála. Ákveðin tímamót eru í útgáfu Gjaldeyrismála um þessar mundir. Blaðið sem gefið hefur verið út sleitulaust frá 1993 verður frá og með þriðjudeginum 3. júní aðgengilegt á netinu á vefsíðu Aska Capital, www.askar.is. Gjaldeyrismál kemur nú út vikulega og verður sent út í tölvupósti og aðgengilegt á vefnum en þess má geta að allt þar til á síðasta ári var það gefið út daglega. Öll fyrri rit Gjaldeyrismála verða sett á netið og gerð aðgengileg. Slíkt ætti meðal annars að styðja við rannsóknarvinnu á sviði gjaldeyrismála. Einnig hefur verið ákveðið að breyta útliti blaðsins og verður það nú sent út í HTML-formi í stað Abrocat. Yngvi segir að efnistök blaðsins hafi verið áþekk allt frá upphafi en þó hafi á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á tæknigreiningu á fjármála- og gjaldeyrismörkuðum. „Við höfum stundum verið gagnrýndir fyrir íhaldssemi í framsetningu en við sjáum nú að hún hefur borgað sig.“ Yngvi segir að helsti markhópur blaðsins hafi allt frá upphafi verið fagaðilar á markaði, stofnanafjárfestar, stærri fyrirtæki og aðrir fagfjárfestar. Allt fram á síðasta ár voru Gjaldeyrismál seld í áskrift en er nú dreift sem „fríblaði“ í takt við tíðarandann. Núverandi ritstjóri Gjaldeyrismála er Sigurður Sævar Gunnarsson sem tók við af Yngva Harðarsyni um mitt ár 2007 eftir fjórtán ára setu í ritstjórastóli. Sigurður segir að ritið muni enn um sinn koma út í óbreyttu formi en hugsanlega muni verða lögð aukin áhersla á greiningar þegar fram líða stundir. bjornthor@markadurinn.is Héðan og þaðan Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Upphaflega markmiðið með útgáfu Gjaldeyrismála var að bæta upplýsingaflæðið varðandi fjármálamarkaðinn og sérstaklega gjaldeyrismarkaðinn í ljósi þess að miklar breytingar voru að verða á markaðsaðstæðum vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið og aukins frjálsræðis í gjaldeyrismálum. Mér fannst vera þörf fyrir að koma fram með vandað upplýsingaflæði til að markaðsaðilar gætu mótað sína afstöðu með skynsamlegum hætti,“ segir Yngvi Harðarson, stofnandi og fyrsti ritstjóri Gjaldeyrismála. Ákveðin tímamót eru í útgáfu Gjaldeyrismála um þessar mundir. Blaðið sem gefið hefur verið út sleitulaust frá 1993 verður frá og með þriðjudeginum 3. júní aðgengilegt á netinu á vefsíðu Aska Capital, www.askar.is. Gjaldeyrismál kemur nú út vikulega og verður sent út í tölvupósti og aðgengilegt á vefnum en þess má geta að allt þar til á síðasta ári var það gefið út daglega. Öll fyrri rit Gjaldeyrismála verða sett á netið og gerð aðgengileg. Slíkt ætti meðal annars að styðja við rannsóknarvinnu á sviði gjaldeyrismála. Einnig hefur verið ákveðið að breyta útliti blaðsins og verður það nú sent út í HTML-formi í stað Abrocat. Yngvi segir að efnistök blaðsins hafi verið áþekk allt frá upphafi en þó hafi á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á tæknigreiningu á fjármála- og gjaldeyrismörkuðum. „Við höfum stundum verið gagnrýndir fyrir íhaldssemi í framsetningu en við sjáum nú að hún hefur borgað sig.“ Yngvi segir að helsti markhópur blaðsins hafi allt frá upphafi verið fagaðilar á markaði, stofnanafjárfestar, stærri fyrirtæki og aðrir fagfjárfestar. Allt fram á síðasta ár voru Gjaldeyrismál seld í áskrift en er nú dreift sem „fríblaði“ í takt við tíðarandann. Núverandi ritstjóri Gjaldeyrismála er Sigurður Sævar Gunnarsson sem tók við af Yngva Harðarsyni um mitt ár 2007 eftir fjórtán ára setu í ritstjórastóli. Sigurður segir að ritið muni enn um sinn koma út í óbreyttu formi en hugsanlega muni verða lögð aukin áhersla á greiningar þegar fram líða stundir. bjornthor@markadurinn.is
Héðan og þaðan Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira