Fótbolti

Molde rótburstaði Brann í bikarnum

Kristján Örn og félagar höfðu litlu að fagna í kvöld
Kristján Örn og félagar höfðu litlu að fagna í kvöld

Einn leikur fór fram í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Molde gerði sér lítið fyrir og rótburstaði Íslendingalið Brann 8-0 á heimavelli sínum.

Kristján Örn Siguðrsson og Ólafur Örn Bjarnason voru í byrjunarliði Brann í kvöld en þeir Ármann Smári Björnsson og Gylfi Einarsson sátu á bekknum og komu ekki við sögu í leiknum.

Þjálfari Brann var í öngum sínum þegar norskir fjölmiðlar náðu tali af honum eftir leikinn. "Ég get ekki annað en beðist afsökunar á þessu. Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa eitthvað svona," sagði Mons Ivar Mjelde í samtali við TV 2.

Einn leikur fór fram í úrvalsdeildinni norsku þar sem Rosenborg skellti Viking 1-0 á útivelli með marki Steffen Iversen.

Þá var einn leikur í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Elfsborg vann 3-0 sigur á Norrköping á heimavelli sínum.

Gunnar Þór Gunnarsson var á bekknum hjá Norrköping og kom inn sem varamaður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Garðar Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Norrköping.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×