Fótbolti

AGF með góðan sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason er hér vinstra megin á myndinni.
Kári Árnason er hér vinstra megin á myndinni. Mynd/E. Stefán
AGF vann í dag góðan sigur á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 3-1.

Kári Árnason lék allan leikinn í liði AGF sem er nú átta stigum frá fallsæti en liðið er í tíunda sæti deildarinnar. Lyngby er sem fyrr á botninum.

Þá gerði Viborg 1-1 jafntefli við Midtjylland en Rúrik Gíslason kom inn á sem varamaður á 61. mínútu í liði Viborg.

Viborg er í ellefta sæti deildarinnar, átta stigum á eftir AGF sem fyrr segir, en átta umferðum er ólokið í deildinni.

Þá vann Horsens 2-0 sigur á Nordsjælland.

Nú er nýhafinn leikur Bröndby og Odense en Stefán Gíslason er á sínum stað í byrjunarliði Bröndby.

AaB er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forystu á Midtjylland en FCK er í þriðja sæti, fimm stigum á eftir AaB.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×