Fótbolti

Brann tapaði fyrir Álasundi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Örn Bjarnason.
Ólafur Örn Bjarnason.

Það urðu óvænt úrslit í norska boltanum í gær. Brann tapaði þá 1-2 á heimavelli fyrir Álasundi en fyrir leikinn hafði Álasund tapað í 12 útileikjum í röð.

Ólafur Örn Bjarnason lék allan leikinn í vörn Brann, Kristján Örn Sigurðsson kom inn í hálfleik og Gylfi Einarsson um miðjan seinni hálfleik. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund.

Álasund er í þriðja neðsta sæti deildarinnar, stigi frá fallsæti. Brann situr í fimmta sætinu.

Þá var Íslendingaslagur í sænska boltanum í gær þegar Sundsvall og GAIS frá Gautaborg gerðu 1-1 jafntefli. Eyjólfur Héðinsson og Jóhann B. Guðmundsson voru báðir í byrjunarliði GAIS.

Hannes Þ. Sigurðsson var með Sundsvall en Sverris Garðarsson er Ari Freyr Skúlason voru fjarri góðu gamni. Sverrir er meiddur og Ari Freyr tók út leikbann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×