Hörðustu andstæðingar ESB ættu að styðja aðildarviðræður 22. apríl 2009 11:11 „Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildarviðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans." Þetta sagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka fjárfesta í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í gær. Og hann bætti því við að ESB umræðan myndi „þvælast fyrir" öllum öðrum tillögum til úrbóta, þar til sú umræða hefur verið útkljáð, með niðurstöðu úr aðildarviðræðum og þjóðaratkvæði í framhaldi af þeim. Að mati Bolla ættu þannig andstæðingar ESB-aðildar að vera hörðustu stuðningsmenn aðildarviðræðna. Afstaða andstæðinganna aðildarviðræðnanna ætti að vera sú, að þegar búið er að hafna aðild þá verði hægt að ráðast í að byggja efnahag þjóðarinnar upp, með þeim hætti sem þeim hugnast. Bolli gerði einnig íslenska krónuna að umræðuefni og sagði hana gjaldmiðill sem hefur verið þjóðinni fjötur um fót allt frá því hann var skilinn frá dönsku krónunni á fyrstu árum fullveldisins. „Gagnsleysi hans og áhætta af notkun krónunnar var hverjum manni ljóst, sem það vildi vita, fljótlega eftir að íslenska hagkerfið var opnað í kjölfar samninganna um evrópska efnahagssvæðið," sagði Bolli. „Samt sem áður var það svo að ef menn töluðu um þá áhættu sem fólgin var í því að vera með eigin gjaldmiðil þá máttu þeir hinir sömu þola að vera úthrópaðir óþjóðhollir landráðamenn sem græfu undan gjaldmiðlinum - Þannig var Ísland; menn voru dregnir í dilka og þeir sem dirfðust að gagnrýna voru umsvifalaust flokkaðir óvinir og gátu átt á hættu útskúfun. Nú hefur það versta gerst, sem fyrir okkur gat komið. Meiri efnahagslegar hörmungar en nokkur gat séð fyrir. Það besta sem við getum vonað er að svo rækileg áföll, séu aðeins til þess fallin að losa okkur við allan vaðalinn en geri okkur kleift að vinda okkur fumlaust í þær betrumbætur á samfélaginu sem óhjákvæmilegt er að við tökumst á við." Kosningar 2009 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Hugmyndin um ESB-aðild mun verða uppi á borðinu allt þar til búið verður að fara í gegnum aðildarviðræður og bera þær undir þjóðina. Fyrir andstæðinga aðildar ætti það að vera kappsmál að farið verði í aðildarviðræður sem fyrst, svo hægt sé að hefjast handa og ræða um tillögur þeirra, ESB-andstæðinganna, til lausnar efnahagsvandans." Þetta sagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka fjárfesta í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í gær. Og hann bætti því við að ESB umræðan myndi „þvælast fyrir" öllum öðrum tillögum til úrbóta, þar til sú umræða hefur verið útkljáð, með niðurstöðu úr aðildarviðræðum og þjóðaratkvæði í framhaldi af þeim. Að mati Bolla ættu þannig andstæðingar ESB-aðildar að vera hörðustu stuðningsmenn aðildarviðræðna. Afstaða andstæðinganna aðildarviðræðnanna ætti að vera sú, að þegar búið er að hafna aðild þá verði hægt að ráðast í að byggja efnahag þjóðarinnar upp, með þeim hætti sem þeim hugnast. Bolli gerði einnig íslenska krónuna að umræðuefni og sagði hana gjaldmiðill sem hefur verið þjóðinni fjötur um fót allt frá því hann var skilinn frá dönsku krónunni á fyrstu árum fullveldisins. „Gagnsleysi hans og áhætta af notkun krónunnar var hverjum manni ljóst, sem það vildi vita, fljótlega eftir að íslenska hagkerfið var opnað í kjölfar samninganna um evrópska efnahagssvæðið," sagði Bolli. „Samt sem áður var það svo að ef menn töluðu um þá áhættu sem fólgin var í því að vera með eigin gjaldmiðil þá máttu þeir hinir sömu þola að vera úthrópaðir óþjóðhollir landráðamenn sem græfu undan gjaldmiðlinum - Þannig var Ísland; menn voru dregnir í dilka og þeir sem dirfðust að gagnrýna voru umsvifalaust flokkaðir óvinir og gátu átt á hættu útskúfun. Nú hefur það versta gerst, sem fyrir okkur gat komið. Meiri efnahagslegar hörmungar en nokkur gat séð fyrir. Það besta sem við getum vonað er að svo rækileg áföll, séu aðeins til þess fallin að losa okkur við allan vaðalinn en geri okkur kleift að vinda okkur fumlaust í þær betrumbætur á samfélaginu sem óhjákvæmilegt er að við tökumst á við."
Kosningar 2009 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira