Ólafur Ingi af stað á nýjan leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. maí 2009 08:00 Ólafur Ingi Skúlason, lengst til vinstri, fagnar marki í leik með Helsingborg. Nordic Photos / AFP Ólafur Ingi Skúlason byrjar að spila knattspyrnu í næstu viku eftir sjö mánaða hlé vegna meiðsla. Hann er á mála hjá sænska liðinu Helsinborg og hefur verið þar síðan 2007. Ólafur Ingi spilaði hins vegar lítið með liðinu í fyrra og í september varð hann fyrir því óláni að slíta krossbönd í hægra hné. Árið 2005 sleit hann krossbönd í vinstra hné en hann var þá á mála hjá Brentford í Englandi. Það hefur því gengið á ýmsu hjá þessum 26 ára gamla Árbæingi. „Undanfarnar fjórar vikur hef ég verið að æfa með aðalliðinu. Ég hef þó ekki verið að beita mér að fullu og fengið að vera hálfgert súkkulaði." Hann fékk þó góðar fréttir í vikunni. „Ég hef verið að fara í styrkleikapróf á hnénu og nú hef ég fengið grænt ljós frá læknum félagsins. Ég get því byrjað að spila á ný." Ólafur Ingi mun fyrst um sinn spila með varaliði Helsingborg og leikur með því á þriðjudaginn næstkomandi. „Ég mun spila í 45 mínútur í þessum leik og munum við þá meta stöðuna. Við munum fara okkur hægt til að byrja með því við viljum að þetta verði gert eins vel og hægt er. Sænska deildin fer í frí í júní og ef ég næ leik með aðalliðinu fyrir þann tíma væri það bónus. Aðalmálið er að koma mér í almennilegt leikform." „Liðið hefur þar að auki verið að spila vel. Við erum í efsta sæti deildarinnar og tökum líka þátt í Evrópukeppninni á þessari leiktíð. En það er vitaskuld mitt markmið að vera fastamaður í þessu liði. Ef ég er heill heilsu á ég fullt erindi í þetta lið." Samningur Ólafs Inga við Helsingborg rennur út að tímabillinu loknu en hann segir að forráðamenn liðsins vilja halda sér. „Þeir vilja fara að ræða nýjan samning strax og þeir hafa áður sagt mér að ég eigi að vera einn af framtíðarleikmönnum liðsins. Það er mjög jákvætt fyrir mig og gott að vita að stuðningi við mig. Hvað gerist svo er annað mál og verður bara að fá að koma í ljós." Sem fyrr segir gekk Ólafur Ingi í raðir Helsingborg frá Brentford í Englandi árið 2007. Honum gekk vel á sínu fyrsta tímabili með liðinu og vann sér fljótlega fast sæti í byrjunarliðinu. Liðið náði langt í UEFA-bikarkeppninni og þar að auki vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu. „Svo meiddist ég í apríl í fyrra þar sem í ljós kom að krossbandið væri rifið en þó ekki alveg slitið. Ákveðið var að reyna að styrkja hnéð með endurhæfingu í stað þess að fara í aðgerð." „Sú endurhæfing tók þrjá mánuði. Ég byrjaði að spila aftur í ágúst og í mínum fyrsta leik í byrjunarliði, sem var í september, lenti ég í tæklingu eftir aðeins átta mínútur og þá fór krossbandið alveg. Ég var því meiddur nánast allt tímabilið í fyrra." Hann segir að endurhæfingin hafi gengið betur nú en þegar hann sleit krossband í vinstra hné árið 2005. „Það er nokkuð gott að geta byrjað að spila aftur sjö mánuðum eftir aðgerð. Þetta lítur bara mjög vel út núna og hlakka ég til að geta byrjað að spila loksins aftur." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason byrjar að spila knattspyrnu í næstu viku eftir sjö mánaða hlé vegna meiðsla. Hann er á mála hjá sænska liðinu Helsinborg og hefur verið þar síðan 2007. Ólafur Ingi spilaði hins vegar lítið með liðinu í fyrra og í september varð hann fyrir því óláni að slíta krossbönd í hægra hné. Árið 2005 sleit hann krossbönd í vinstra hné en hann var þá á mála hjá Brentford í Englandi. Það hefur því gengið á ýmsu hjá þessum 26 ára gamla Árbæingi. „Undanfarnar fjórar vikur hef ég verið að æfa með aðalliðinu. Ég hef þó ekki verið að beita mér að fullu og fengið að vera hálfgert súkkulaði." Hann fékk þó góðar fréttir í vikunni. „Ég hef verið að fara í styrkleikapróf á hnénu og nú hef ég fengið grænt ljós frá læknum félagsins. Ég get því byrjað að spila á ný." Ólafur Ingi mun fyrst um sinn spila með varaliði Helsingborg og leikur með því á þriðjudaginn næstkomandi. „Ég mun spila í 45 mínútur í þessum leik og munum við þá meta stöðuna. Við munum fara okkur hægt til að byrja með því við viljum að þetta verði gert eins vel og hægt er. Sænska deildin fer í frí í júní og ef ég næ leik með aðalliðinu fyrir þann tíma væri það bónus. Aðalmálið er að koma mér í almennilegt leikform." „Liðið hefur þar að auki verið að spila vel. Við erum í efsta sæti deildarinnar og tökum líka þátt í Evrópukeppninni á þessari leiktíð. En það er vitaskuld mitt markmið að vera fastamaður í þessu liði. Ef ég er heill heilsu á ég fullt erindi í þetta lið." Samningur Ólafs Inga við Helsingborg rennur út að tímabillinu loknu en hann segir að forráðamenn liðsins vilja halda sér. „Þeir vilja fara að ræða nýjan samning strax og þeir hafa áður sagt mér að ég eigi að vera einn af framtíðarleikmönnum liðsins. Það er mjög jákvætt fyrir mig og gott að vita að stuðningi við mig. Hvað gerist svo er annað mál og verður bara að fá að koma í ljós." Sem fyrr segir gekk Ólafur Ingi í raðir Helsingborg frá Brentford í Englandi árið 2007. Honum gekk vel á sínu fyrsta tímabili með liðinu og vann sér fljótlega fast sæti í byrjunarliðinu. Liðið náði langt í UEFA-bikarkeppninni og þar að auki vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu. „Svo meiddist ég í apríl í fyrra þar sem í ljós kom að krossbandið væri rifið en þó ekki alveg slitið. Ákveðið var að reyna að styrkja hnéð með endurhæfingu í stað þess að fara í aðgerð." „Sú endurhæfing tók þrjá mánuði. Ég byrjaði að spila aftur í ágúst og í mínum fyrsta leik í byrjunarliði, sem var í september, lenti ég í tæklingu eftir aðeins átta mínútur og þá fór krossbandið alveg. Ég var því meiddur nánast allt tímabilið í fyrra." Hann segir að endurhæfingin hafi gengið betur nú en þegar hann sleit krossband í vinstra hné árið 2005. „Það er nokkuð gott að geta byrjað að spila aftur sjö mánuðum eftir aðgerð. Þetta lítur bara mjög vel út núna og hlakka ég til að geta byrjað að spila loksins aftur."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Sjá meira