NBA í nótt: Dallas og Boston náðu forystu - Utah minnkaði muninn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2009 09:00 San Antonio átti ekki möguleika í Dirk Nowitzky og félaga í nótt. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þar náðu Dallas og Boston yfirhöndinni í sínum einvígum en Utah minnkaði muninn í sinni rimmu gegn LA Lakers. Dallas vann San Antonio, 88-67, á heimavelli sínum og endurheimti þar með forystuna, 2-1, eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í einvíginu á heimavelli síðarnefnda liðsins. Eins og úrslit leiksins gefa til kynna var um afar öruggan sigur að ræða. Þeir Tim Duncan, Tony Parker og aðrir byrjunarliðsmenn San Antonio fóru á bekkinn í þriðja leikhluta og sneru ekki aftur eftir það. Niðurlægingin hafði verið slík frá fyrstu mínútu. San Antonio skoraði ekki nema 30 stig í fyrri hálfleik og Dallas náði í þriðja leikhluta 62-36 forystu. Þá gafs Greg Popovich, þjálfari San Antonio, upp og ákvað að hvíla sína lykilmenn fyrir næsta leik. San Antonio hefur aldrei áður skorað jafn fá stig í leik í úrslitakeppninni. Gamla „metið" var 70 stig gegn Phoenix árið 2000. Tölfræði liðsins í gær var sorglega léleg - 31,2 prósent hittni (78/25) úr 2ja stiga skotum og alls fóru tveir þristar niður í sautján tilraunum. Aðeins einn leikmaður skoraði meira en tíu stig í leiknum og það var Tony Parker með tólf. Þess má svo geta að framherjinn Michael Finley var stiga- og stoðsendingalaus og tók eitt frákast í öllum leiknum. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Josh Howard sautján. Boston vann Chicago, 107-86, og komst þar með yfir í fyrsta sinn í einvíginu, 2-1. Chicago vann fyrsta leik liðanna nokkuð óvænt á heimavelli Boston en nú náðu meistararnir að svara í sömu mynt. Paul Pierce og Rajon Rondo fóru fyrir sínu liði í leiknum í nótt. Pierce skoraði 24 stig og Rondo 20. Sigur Boston var aldrei í hættu en forysta liðsins í háfleik var 22 stig. Ray Allen var með átján stig. Ben Gordon var með fimmtán stig fyrir Chicago, John Salmons fjórtán en nýliði ársins, Derrick Rose, ekki nema níu. Utah vann Lakers, 88-86, þar sem Deron Williams tryggði sínum mönnum sigur með körfu þegar 2,2 sekúndur voru til leiksloka. Það var þó Carlos Boozer sem var aðalmaðurinn í liði Utah í nótt en alls skoraði hann 23 stig og tók 22 fráköst sem er metjöfnun hjá félaginu í úrslitakeppni. Utah á nú möguleika á að jafna metin í rimmu liðanna á heimavelli þegar liðin mætast aftur á laugardaginn. Leikmenn Lakers voru að hitta illa í leiknum miðað við fyrstu tvo leikina. Alls 32 skot fóru niður í 87 tilraunum. Þrátt fyrir það átti Lakers möguleika á að stela sigrinum í lokin en Kobe Bryant misnotaði þrist í síðustu sókninni. Hann skoraði alls átján stig þó svo að hann hafi ekki hitt nema úr fimm af 24 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og fjórtán fráköst. NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þar náðu Dallas og Boston yfirhöndinni í sínum einvígum en Utah minnkaði muninn í sinni rimmu gegn LA Lakers. Dallas vann San Antonio, 88-67, á heimavelli sínum og endurheimti þar með forystuna, 2-1, eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í einvíginu á heimavelli síðarnefnda liðsins. Eins og úrslit leiksins gefa til kynna var um afar öruggan sigur að ræða. Þeir Tim Duncan, Tony Parker og aðrir byrjunarliðsmenn San Antonio fóru á bekkinn í þriðja leikhluta og sneru ekki aftur eftir það. Niðurlægingin hafði verið slík frá fyrstu mínútu. San Antonio skoraði ekki nema 30 stig í fyrri hálfleik og Dallas náði í þriðja leikhluta 62-36 forystu. Þá gafs Greg Popovich, þjálfari San Antonio, upp og ákvað að hvíla sína lykilmenn fyrir næsta leik. San Antonio hefur aldrei áður skorað jafn fá stig í leik í úrslitakeppninni. Gamla „metið" var 70 stig gegn Phoenix árið 2000. Tölfræði liðsins í gær var sorglega léleg - 31,2 prósent hittni (78/25) úr 2ja stiga skotum og alls fóru tveir þristar niður í sautján tilraunum. Aðeins einn leikmaður skoraði meira en tíu stig í leiknum og það var Tony Parker með tólf. Þess má svo geta að framherjinn Michael Finley var stiga- og stoðsendingalaus og tók eitt frákast í öllum leiknum. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Josh Howard sautján. Boston vann Chicago, 107-86, og komst þar með yfir í fyrsta sinn í einvíginu, 2-1. Chicago vann fyrsta leik liðanna nokkuð óvænt á heimavelli Boston en nú náðu meistararnir að svara í sömu mynt. Paul Pierce og Rajon Rondo fóru fyrir sínu liði í leiknum í nótt. Pierce skoraði 24 stig og Rondo 20. Sigur Boston var aldrei í hættu en forysta liðsins í háfleik var 22 stig. Ray Allen var með átján stig. Ben Gordon var með fimmtán stig fyrir Chicago, John Salmons fjórtán en nýliði ársins, Derrick Rose, ekki nema níu. Utah vann Lakers, 88-86, þar sem Deron Williams tryggði sínum mönnum sigur með körfu þegar 2,2 sekúndur voru til leiksloka. Það var þó Carlos Boozer sem var aðalmaðurinn í liði Utah í nótt en alls skoraði hann 23 stig og tók 22 fráköst sem er metjöfnun hjá félaginu í úrslitakeppni. Utah á nú möguleika á að jafna metin í rimmu liðanna á heimavelli þegar liðin mætast aftur á laugardaginn. Leikmenn Lakers voru að hitta illa í leiknum miðað við fyrstu tvo leikina. Alls 32 skot fóru niður í 87 tilraunum. Þrátt fyrir það átti Lakers möguleika á að stela sigrinum í lokin en Kobe Bryant misnotaði þrist í síðustu sókninni. Hann skoraði alls átján stig þó svo að hann hafi ekki hitt nema úr fimm af 24 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig og fjórtán fráköst.
NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira