LeBron með þrennu annan leikinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2009 08:58 LeBron James hjá Cleveland Cavaliers. Mynd/GettyImages LeBron James var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð þegar Cleveland vann Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann þá líka mikilvægan sigur á Phoenix í baráttunni um sæti inn í úrslitakeppnina og sigurganga Utah hélt áfram. LeBron James var með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í 87-83 sigri Cleveland Cavaliers á Los Angeles Clippers. Cleveland var komið 19 stigum undir í lokaleikhlutanum en kom til baka og Mo Williams kom þeim endanlega yfir með þriggja stiga körfu þegar 6,6 sekúndur voru eftir. Al Thornton og Zach Randolph skoruðu báðir 20 stig fyrir Clippers. Þetta var 11. sigur Clevaland í 13 leikjum og liðið er nú með einn og hálfan leik í forskot á Boston Celtics í efsta sæti Austurdeildarinnar. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem LeBron James nær þrennunni eftirsóttu en hann var með 14 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar í 99-89 sigri á MIami á laugardaginn. Þetta var í 22. tvöfalda þrennan hans á ferlinum. „Þetta var próf fyrir liðið og við þurfum á þessum sigri að halda. Við erum að reyna að vinna eins marga leiki og við getum í baráttunni við Boston, Lakers og Orlando um heimaleikjaréttinni í úrslitakeppninni," sagði James. Dirk Nowitzki átti mjög góðan leik í 122-117 sigri Dallas Mavericks á Phoenix Suns. Nowitzki var með 34 stig í leiknum þar af 23 þeirra í seinni hálfleik. Þetta var fimmta tap Phoenix í röð og liðið er nú fimm leikjum á eftir Dallas í baráttunni um 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Shaquille O'Neal skoraði 21 stig og hitti úr 9 af 10 skotum sínum sem dugði ekki Phoenix en nægði honum að komast upp fyrir Elvin Hayes og í 6. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Steve Nash var með 23 stig og 13 stoðsendingar hjá Suns. Utah Jazz vann sinn tólfta leik í röð þegar liðið skellti Indiana 112-100 á útivelli. Paul Millsap var með 22 stig fyrir Utah og Deron Williams gaf 12 stoðsendingar. Utah nálgast nú óðum félagsmetið sem eru 15 sigurleikir í röð. Tim Duncan var með 18 stig og 11 fráköst í 100-86 sigri San Antonio Spurs á Charlotte Bobcats. Spurs endaði með því sex leikja sigurgöngu Charlotte sem var sú lengsta í sögu félagsins. Raja Bell og Emeka Okafor voru báðir með 16 stig fyrir Charlotte. Nate Robinson skoraði 10 af 32 stigum sínum á síðustu fimm mínútunum í 120-112 útisigri New York Knicks á Milwaukee Bucks. Larry Hughes skoraði 39 stig fyrir New York en þetta var aðeins áttundi útisigur liðsins á tímabilinu. Charlie Villanueva var með 32 stig fyrir Bucks sem eru enn inn í úrslitakeppninni þrátt fyrir að glíma við mikil meiðsli í vetur. Jeff Green og Russell Westbrook voru báðir með 24 stig í fimmta sigri Oklahoma Thunder í sex leikjum. Oklahoma vann þá eins stigs sigur á Sacramento á útivelli, 89-88. Spencer Hawes var með 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Sacramento. NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
LeBron James var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð þegar Cleveland vann Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann þá líka mikilvægan sigur á Phoenix í baráttunni um sæti inn í úrslitakeppnina og sigurganga Utah hélt áfram. LeBron James var með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í 87-83 sigri Cleveland Cavaliers á Los Angeles Clippers. Cleveland var komið 19 stigum undir í lokaleikhlutanum en kom til baka og Mo Williams kom þeim endanlega yfir með þriggja stiga körfu þegar 6,6 sekúndur voru eftir. Al Thornton og Zach Randolph skoruðu báðir 20 stig fyrir Clippers. Þetta var 11. sigur Clevaland í 13 leikjum og liðið er nú með einn og hálfan leik í forskot á Boston Celtics í efsta sæti Austurdeildarinnar. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem LeBron James nær þrennunni eftirsóttu en hann var með 14 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar í 99-89 sigri á MIami á laugardaginn. Þetta var í 22. tvöfalda þrennan hans á ferlinum. „Þetta var próf fyrir liðið og við þurfum á þessum sigri að halda. Við erum að reyna að vinna eins marga leiki og við getum í baráttunni við Boston, Lakers og Orlando um heimaleikjaréttinni í úrslitakeppninni," sagði James. Dirk Nowitzki átti mjög góðan leik í 122-117 sigri Dallas Mavericks á Phoenix Suns. Nowitzki var með 34 stig í leiknum þar af 23 þeirra í seinni hálfleik. Þetta var fimmta tap Phoenix í röð og liðið er nú fimm leikjum á eftir Dallas í baráttunni um 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Shaquille O'Neal skoraði 21 stig og hitti úr 9 af 10 skotum sínum sem dugði ekki Phoenix en nægði honum að komast upp fyrir Elvin Hayes og í 6. sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Steve Nash var með 23 stig og 13 stoðsendingar hjá Suns. Utah Jazz vann sinn tólfta leik í röð þegar liðið skellti Indiana 112-100 á útivelli. Paul Millsap var með 22 stig fyrir Utah og Deron Williams gaf 12 stoðsendingar. Utah nálgast nú óðum félagsmetið sem eru 15 sigurleikir í röð. Tim Duncan var með 18 stig og 11 fráköst í 100-86 sigri San Antonio Spurs á Charlotte Bobcats. Spurs endaði með því sex leikja sigurgöngu Charlotte sem var sú lengsta í sögu félagsins. Raja Bell og Emeka Okafor voru báðir með 16 stig fyrir Charlotte. Nate Robinson skoraði 10 af 32 stigum sínum á síðustu fimm mínútunum í 120-112 útisigri New York Knicks á Milwaukee Bucks. Larry Hughes skoraði 39 stig fyrir New York en þetta var aðeins áttundi útisigur liðsins á tímabilinu. Charlie Villanueva var með 32 stig fyrir Bucks sem eru enn inn í úrslitakeppninni þrátt fyrir að glíma við mikil meiðsli í vetur. Jeff Green og Russell Westbrook voru báðir með 24 stig í fimmta sigri Oklahoma Thunder í sex leikjum. Oklahoma vann þá eins stigs sigur á Sacramento á útivelli, 89-88. Spencer Hawes var með 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í liði Sacramento.
NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira