NBA í nótt: Orlando setti niður 23 þrista Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2009 09:17 Anthony Johnson reynir hér eitt af fjölmörgum þriggja stiga skotum Orlando í nótt. Nordic Photos / Getty Images Orlando Magic er eitt allra heitasta liðið í NBA-deildinni og leikmenn sýndu í nótt hversu þeir eru megnugir er þeir skoruðu 139 stig gegn Sacramento. Orlando fór hamförum í leiknum og vann stórsigur, 139-107. Allir tólf leikmenn liðsins komust á blað og þar af voru sjö sem skoruðu fleiri en tíu stig. Dwight Howard var stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. Jameer Nelson skoraði 23 stig. Kevin Martin skoraði 30 stig fyrir Sacramento. Orlando setti met í leiknum með því að setja niðuir 23 þrista í leiknum. Sá síðasti kom þegar skammt var til leiksloka en það var Jeremy Richardson sem setti niður þann þrist. Hann fær yfirleitt sjaldan að spila með liðinu. Gamla metið átti Toronto sem liðið setti árið 2005 en leikmenn Orlando áttu alls 37 tilraunir utan þriggja stiga línunnar í nótt. Kobe Bryant setti niður þriggja stiga körfu þegar 27 sekúndur voru til loka leiks LA Lakers og Houston og tryggði þar með sínum mönnum sigur en leiknum lauk með 105-100 sigri Lakers. Bryant skoraði alls 33 stig í leiknum, þar af þrettán stig í fjórða leikhluta. Houston var reyndar án nokkurra lykilmanna í leiknum, eins og Tracy McGrady og Ron Artest. Báðir verða frá næstu tvær vikurnar eða svo. Von Wafer skoraði 23 stig fyrir Houston sem er persónulegt met. Yao Ming kom næstur með nítján stig og sautján fráköst. Denver vann Dallas, 99-97, þar sem Chauncey Billups setti niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Billups skoraði alls 23 stig og Nene var með 20. Dirk Nowitzky skroaði 44 stig fyrir Dallas. Cleveland vann Memphis, 102-87. LeBron James var með þrefalda tvennu í annað skiptið á tímabilinu - 30 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Phoenix vann Atlanta, 107-102. Shaquille O'Neal skoraði 26 stig og var með tíu fráköst fyrir Phoenix sem vann þar með sinn sjötta leik af síðustu sjö. Charlotte vann Detroit, 80-78. Raymond Felton skoraði sigurkörfuna þegar tæp sekúnda var til leiksloka en Charlette skoraði níu síðustu stig leiksins. Þar af var Felton með sjö sem sekoraði alls 23 stig í leiknum. Miami vann Minnesota, 99-96. Dwyane Wade skoraði 31 stig og gaf átta stoðsendingar en það var Shawn Marion sem tryggði Miami sigurinn með því að setja niður tvö víti þegar 22 sekúndur voru til leiksloka. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Orlando Magic er eitt allra heitasta liðið í NBA-deildinni og leikmenn sýndu í nótt hversu þeir eru megnugir er þeir skoruðu 139 stig gegn Sacramento. Orlando fór hamförum í leiknum og vann stórsigur, 139-107. Allir tólf leikmenn liðsins komust á blað og þar af voru sjö sem skoruðu fleiri en tíu stig. Dwight Howard var stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. Jameer Nelson skoraði 23 stig. Kevin Martin skoraði 30 stig fyrir Sacramento. Orlando setti met í leiknum með því að setja niðuir 23 þrista í leiknum. Sá síðasti kom þegar skammt var til leiksloka en það var Jeremy Richardson sem setti niður þann þrist. Hann fær yfirleitt sjaldan að spila með liðinu. Gamla metið átti Toronto sem liðið setti árið 2005 en leikmenn Orlando áttu alls 37 tilraunir utan þriggja stiga línunnar í nótt. Kobe Bryant setti niður þriggja stiga körfu þegar 27 sekúndur voru til loka leiks LA Lakers og Houston og tryggði þar með sínum mönnum sigur en leiknum lauk með 105-100 sigri Lakers. Bryant skoraði alls 33 stig í leiknum, þar af þrettán stig í fjórða leikhluta. Houston var reyndar án nokkurra lykilmanna í leiknum, eins og Tracy McGrady og Ron Artest. Báðir verða frá næstu tvær vikurnar eða svo. Von Wafer skoraði 23 stig fyrir Houston sem er persónulegt met. Yao Ming kom næstur með nítján stig og sautján fráköst. Denver vann Dallas, 99-97, þar sem Chauncey Billups setti niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Billups skoraði alls 23 stig og Nene var með 20. Dirk Nowitzky skroaði 44 stig fyrir Dallas. Cleveland vann Memphis, 102-87. LeBron James var með þrefalda tvennu í annað skiptið á tímabilinu - 30 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Phoenix vann Atlanta, 107-102. Shaquille O'Neal skoraði 26 stig og var með tíu fráköst fyrir Phoenix sem vann þar með sinn sjötta leik af síðustu sjö. Charlotte vann Detroit, 80-78. Raymond Felton skoraði sigurkörfuna þegar tæp sekúnda var til leiksloka en Charlette skoraði níu síðustu stig leiksins. Þar af var Felton með sjö sem sekoraði alls 23 stig í leiknum. Miami vann Minnesota, 99-96. Dwyane Wade skoraði 31 stig og gaf átta stoðsendingar en það var Shawn Marion sem tryggði Miami sigurinn með því að setja niður tvö víti þegar 22 sekúndur voru til leiksloka. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli