Innlent

Bjarni og Guðjón Arnar bjartsýnir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Pjétur
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er bjartsýnn á gott gengi flokksins í kosningunum á morgun þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að flokkurinn fái skell. Það á einnig við um Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins.

„Þetta eru auðvitað ekki niðurstöður kosninganna," sagði Bjarni í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld aðspurður um niðurstöður nýjustu skoðanakannana.

Bjarni sagði síðustu kannanir ekki vera góða vísbendingu um það sem mun gerast um helgina. „Við erum hins vegar að horfa til lengri tíma." Bjarni vonar að kjósendur Sjálfstæðisflokksins skili sér heim.

„Ég vona að við eigum í vændum góða kosningu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Hann sagði ef niðurstaðan í kosningunum verði eins kannanir hafi bent til verði þær góðar fyrir ríkisstjórnina og VG. Hann sagði að flokkur sinn væri að uppskera fyrir að vera heiðarlegur stjórnmálaflokkur og fyrir að vera vera helsti gagnrýnandi þeirrar hugmyndafræði sem hrundi í haust.

„Ég held að ég eigi eftir að koma á óvart," sagði Guðjón Arnar. Hann kvaðst sannfærður um að flokkurinn næði mönnum inn á þing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×