Hægri hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Hauka í handknattleik.
Guðmundur Árni kemur til Hauka frá hinu efnilega liði Selfoss sem gerði flotta hluti í 1. deildinni í vetur.
Strákurinn er aðeins 19 ára gamall og hefur verið að spila með U-19 ára landsliði Íslands.
Haukarnir segjast vera hæstánægðir með nýjasta liðsstyrkinn og vænta mikils af þessum efnilega strák á næstu árum.