Þrír útisigrar í úrslitakeppni NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2009 10:52 Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh eru komnir í úrslit Ameríkudeildarinnar. Nordic Photos / Getty Images Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en fjórðungsúrslitin fóru fram um helgina. Óhætt er að segja að úrslitakeppnin hafi ekki ollið vonbrigðum fyrir áhorfendur en leikirnir fjórir um helgina voru bráðskemmtilegir. Hið óvænta er að þremur að leikjunum fjórum lauk með útisigri og eru þar með þrjú af þeim fjórum liðum sem voru talin sterkust fyrir úrslitakeppnina úr leik. Eina liðið sem ekki tók þátt í Wild Card-helginni svokölluðu og komst áfram var Pittsburgh Steelers sem vann nokkuð auðveldan sigur á San Diego Chargers, 35-24, í gærkvöldi. San Diego byrjaði reyndar betur í leiknum og komst í 10-7 forystu eftir fyrsta leikhluta en Pittsburgh sýndi mikla yfirburði það sem eftir lifði leiks og tryggði sér öruggan sigur í fjórða leikhluta. Willie Parker skoraði tvö snertimörk í leiknum og leikstjórnandinn Ben Roethlisberger átti einnig margar eitraðar sendingar sem varnarmenn San Diego réðu illa við. Pittsburgh mætir Baltimore Ravens í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. Baltimore gerði sér lítið fyrir og vann Tennessee Titans á laugardaginn, 13-10. Meistarar New York Giants féllu úr leik í Þjóðardeildinni er liðið tapaði fyrir Philadelphia Eagles, 23-11. Giants virtist aldrei eiga möguleika í leiknum og leikstjórnandinn Eli Manning var langt frá sínu besta. Giants skoraði þrjú vallarmörk í leiknum og Philadelphia eitt sjálfsmark. Staðan í hálfleik var 10-8 fyrir Philadelphia sem gekk endanlega frá leiknum í fjórða leikhluta. Philadelphia mætir Arizona í úrslitum Þjóðardeildarinnar en báðir þessir úrslitaleikir verða á sunnudag og báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Erlendar Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Sjá meira
Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en fjórðungsúrslitin fóru fram um helgina. Óhætt er að segja að úrslitakeppnin hafi ekki ollið vonbrigðum fyrir áhorfendur en leikirnir fjórir um helgina voru bráðskemmtilegir. Hið óvænta er að þremur að leikjunum fjórum lauk með útisigri og eru þar með þrjú af þeim fjórum liðum sem voru talin sterkust fyrir úrslitakeppnina úr leik. Eina liðið sem ekki tók þátt í Wild Card-helginni svokölluðu og komst áfram var Pittsburgh Steelers sem vann nokkuð auðveldan sigur á San Diego Chargers, 35-24, í gærkvöldi. San Diego byrjaði reyndar betur í leiknum og komst í 10-7 forystu eftir fyrsta leikhluta en Pittsburgh sýndi mikla yfirburði það sem eftir lifði leiks og tryggði sér öruggan sigur í fjórða leikhluta. Willie Parker skoraði tvö snertimörk í leiknum og leikstjórnandinn Ben Roethlisberger átti einnig margar eitraðar sendingar sem varnarmenn San Diego réðu illa við. Pittsburgh mætir Baltimore Ravens í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. Baltimore gerði sér lítið fyrir og vann Tennessee Titans á laugardaginn, 13-10. Meistarar New York Giants féllu úr leik í Þjóðardeildinni er liðið tapaði fyrir Philadelphia Eagles, 23-11. Giants virtist aldrei eiga möguleika í leiknum og leikstjórnandinn Eli Manning var langt frá sínu besta. Giants skoraði þrjú vallarmörk í leiknum og Philadelphia eitt sjálfsmark. Staðan í hálfleik var 10-8 fyrir Philadelphia sem gekk endanlega frá leiknum í fjórða leikhluta. Philadelphia mætir Arizona í úrslitum Þjóðardeildarinnar en báðir þessir úrslitaleikir verða á sunnudag og báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.
Erlendar Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Sjá meira