NBA í nótt: Cleveland bætti félagsmetið - Orlando vann Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2009 09:16 LeBron James og félagar í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland bætti í nótt félagsmet sitt í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann sinn 58. sigur á tímabilinu. Cleveland vann New Jersey, 98-87, þar sem LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var einnig tíundi sigur liðsins í röð en Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið náði síðast að vinna 57 leiki á einu og sama tímabilinu fyrst 1988-89 og svo aftur þremur árum síðar. Þá léku stórstjörnur með liðinu eins og Brad Daugherty og Mark Price. Óneitanlega féll þó Cleveland í skuggann á Michael Jordan og félögum í Chicago. En nú er Cleveland í sviðsljósinu, ekki síst vegna LeBron James sem þykir af mörgum vera einn sá allra besti síðan að Jordan lét ljós sitt skína. James komst einnig í sögubækurnar í nótt. Í leiknum í nótt kom hann sér yfir 2000 stig, 500 fráköst og 500 stoðsendingar á tímabilinu og er það í fjórða sinn sem hann gerir það. Aðeins einum manni hefur tekist þetta áður. Það var Oscar Robertson sem gerði þetta alls sex sinnum. Robertson afrekaði meira að segja eitt tímabilið að vera með þrefalda tvennu í meðaltali sínu yfir heilt tímabil. Larry Bird náði þessum árangri þrívegis, John Havlicek og Michael Jordan tvívegis hvor. Þar að auki var þetta 33. sigur Cleveland í 34 heimaleikjum til þessa á tímabilinu. Vince Carter skoraði 20 stig fyrir New Jersey og Jarvis Hayes átján en liðið er óðum að missa af sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í ellefta sæti Austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á eftir Chicago sem er í áttunda sæti. Það voru önnur stórtíðindi í Austurdeildinni því Orlando gerði sér lítið fyrir og vann meistarana í Boston á heimavelli, 84-82. Þar með komst Orlando upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Boston. Ef þetta verður niðurstaðan að lokinni deildakeppninni munu Cleveland og Boston að öllum líkindum mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar en því áttu afar fáir von á fyrir aðeins fáeinum vikum síðan. Hins vegar hafa Dwight Howard og félagar í Orlando komið mörgum á óvart og Howard sýndi enn og aftur í nótt hvers hann er megnugur. Hann blokkaði sniðskot Paul Pierce í blálok leiksins og kom í veg fyrir að Boston næði að jafna metin á síðustu stundu og knýja fram framlengingu. Howard var alls með 24 stig og 21 frákast í leiknum í nótt. Rashard Lewis var með 21 stig og Hedo Turkoglu þrettán. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fjórtán leikjum sínum. Pierce var með 26 stig fyrir Boston og Ray Allen sextán. Önnur úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 92-102 Indiana Pacers - Miami Heat 90-88 Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 96-88 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 115-106 Washington Wizards - Charlotte Bobcats 95-93 New York Knicks - LA Clippers 135-140 New Orleans Hornets - Denver Nuggets 88-101 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 128-106 Phoenix Suns - Utah Jazz 118-114 NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Cleveland bætti í nótt félagsmet sitt í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann sinn 58. sigur á tímabilinu. Cleveland vann New Jersey, 98-87, þar sem LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var einnig tíundi sigur liðsins í röð en Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið náði síðast að vinna 57 leiki á einu og sama tímabilinu fyrst 1988-89 og svo aftur þremur árum síðar. Þá léku stórstjörnur með liðinu eins og Brad Daugherty og Mark Price. Óneitanlega féll þó Cleveland í skuggann á Michael Jordan og félögum í Chicago. En nú er Cleveland í sviðsljósinu, ekki síst vegna LeBron James sem þykir af mörgum vera einn sá allra besti síðan að Jordan lét ljós sitt skína. James komst einnig í sögubækurnar í nótt. Í leiknum í nótt kom hann sér yfir 2000 stig, 500 fráköst og 500 stoðsendingar á tímabilinu og er það í fjórða sinn sem hann gerir það. Aðeins einum manni hefur tekist þetta áður. Það var Oscar Robertson sem gerði þetta alls sex sinnum. Robertson afrekaði meira að segja eitt tímabilið að vera með þrefalda tvennu í meðaltali sínu yfir heilt tímabil. Larry Bird náði þessum árangri þrívegis, John Havlicek og Michael Jordan tvívegis hvor. Þar að auki var þetta 33. sigur Cleveland í 34 heimaleikjum til þessa á tímabilinu. Vince Carter skoraði 20 stig fyrir New Jersey og Jarvis Hayes átján en liðið er óðum að missa af sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í ellefta sæti Austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á eftir Chicago sem er í áttunda sæti. Það voru önnur stórtíðindi í Austurdeildinni því Orlando gerði sér lítið fyrir og vann meistarana í Boston á heimavelli, 84-82. Þar með komst Orlando upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Boston. Ef þetta verður niðurstaðan að lokinni deildakeppninni munu Cleveland og Boston að öllum líkindum mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar en því áttu afar fáir von á fyrir aðeins fáeinum vikum síðan. Hins vegar hafa Dwight Howard og félagar í Orlando komið mörgum á óvart og Howard sýndi enn og aftur í nótt hvers hann er megnugur. Hann blokkaði sniðskot Paul Pierce í blálok leiksins og kom í veg fyrir að Boston næði að jafna metin á síðustu stundu og knýja fram framlengingu. Howard var alls með 24 stig og 21 frákast í leiknum í nótt. Rashard Lewis var með 21 stig og Hedo Turkoglu þrettán. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fjórtán leikjum sínum. Pierce var með 26 stig fyrir Boston og Ray Allen sextán. Önnur úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 92-102 Indiana Pacers - Miami Heat 90-88 Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 96-88 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 115-106 Washington Wizards - Charlotte Bobcats 95-93 New York Knicks - LA Clippers 135-140 New Orleans Hornets - Denver Nuggets 88-101 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 128-106 Phoenix Suns - Utah Jazz 118-114
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira