Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, hafa nú lokið við að velja Stjörnuliðin sín fyrir árlegan Stjörnuleik kvenna sem fer fram í Dalhúsum Grafarvogi 12. desember næstkomandi.
Benedikt Guðmundson stjórnar Iceland Express-liðinu og Ágúst Björgvinsson stjórnar Shell-liðinu en þeir eru þjálfarar tveggja efstu liðanna í kvennadeildinni í dag.
Benedikt valdi tíu íslenska leikmenn í sitt tólf manna lið en Ágúst er aftur á móti með fimm erlenda leikmenn í sínu liði. Þeir eru báðir trúir sínum liðum því Benedikt er með fimm KR-konur í sínu liði á sama tíma og Ágúst valdi fjórar Hamarskonur í sitt lið.
Lið Benedikts Guðmundssonar: (Iceland Express-liðið)
Heather Ezell, Haukum
Signý Hermannsdóttir, KR
Margrét Kara Sturludóttir, KR
Hildur Sigurðardóttir, KR
Michelle DeVault, Grindavík
Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR
Petrúnella Skúladóttir, Grindavík
Helga Einarsdóttir, KR
Ingibjörg Jakobsdóttir, Grindavík
Ólöf Helga Pálsdóttir, Njarðvík
Helga Hallgrímsdóttir, Grindavík
Lið Ágústs Björgvinssonar: (Shell-liðið)
Shantrell Moss, Njarðvík
Sigrún Ámundadóttir, Hamar
Kristi Smith, Keflavík
Koren Schram, Hamar
Kristen Green, Snæfell
Uunnur Tara Jónsdóttir, KR
Birna Valgarðsdóttir, Keflavík
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukum
Jenny Pfieffer-Finora, KR
Hanna Hálfdanardóttir, Val
Fanney Lind Guðmundsdóttir, Hamar
Hafrún Hálfdánardóttir, Hamar
Benedikt og Ágúst búnir að velja Stjörnuliðin sín
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn






Fleiri fréttir
