Fótbolti

FCK náði jafntefli gegn Man City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Manchester City fagna fyrra marki sínu í Kaupmannahöfn í kvöld.
Leikmenn Manchester City fagna fyrra marki sínu í Kaupmannahöfn í kvöld. Nordic Photos / AFP
FC Kaupmannahöfn náði jafntefli gegn Manchester City á heimavelli í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld.

FCK lenti tvívegis undir í leiknum en það var Martin Vingaard sem skoraði síðara jöfnunarmarkið með skalla í uppbótartíma.

Nedum Onuoha kom City yfir á 29. mínútu er Jesper Christiansen, markvörður FCK, náði ekki að halda fremur lausu skoti hans.

Ailton Almeida jafnaði metin fyrir FCK með skallamarki eftir hornspyrnu í upphafi síðari hálfleiks.

Stephen Ireland kom þá City aftur yfir með laglegu skoti en allt kom fyrir ekki eins og áður segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×