Aron Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, heldur til Danmerkur á morgun þar sem hann mun skoða aðstæður hjá dönsku úrvalsdeildarfélagi.
Aron vildi ekki gefa upp hvaða lið væri um að ræða en sagði það sterkt og áhugavert. Félagið hefur verið á eftir Aroni í nokkurn tíma og hann sagði sín mál skýrast eftir helgi.
Norska félagið Drammen vildi einnig fá Aron í sínar raðir en hann hefur hafnað viðræðum við það ágæta félag.
Aðspurður sagði Aron bara tvennt í stöðunni - Haukar eða þetta ónefnda danska félag.