Hið ólseiga lið Gróttu komst í kvöld í átta liða úrslit Eimskipsbikarsins er liðið skellti Stjörnunni, 26-32, í Garðabæ.
Anton Rúnarsson og Hjalti Pálmason fóru mikinn í liði Gróttu en Þórólfur Nilesen var allt í öllu í liði Stjörnunnar eins og svo oft áður.
Markvörðurinn Roland Valur Eradze gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt marka Stjörnunnar í leiknum.
Stjarnan-Grótta 26-32 (14-17)
Mörk Stjörnunnar: Þórólfur Nielsen 8, Vilhjálmur Halldórsson 3, Jón Arnar Jónsson 3, Guðmundur Guðmundsson 3, Kristján Kristjánsson 3, Daníel Einarsson 2, Eyþór Magnússon 2, Fannar Kristmannsson 1, Roland Eradze 1.
Mörk Gróttu: Anton Rúnarsson 7, Hjalti Pálmason 7, Finnur Ingi Stefánsson 6, Arnar Freyr Theodórsson 4, Atli Rúnar Steinþórsson 4, Jón Karl Björnsson 3, Halldór Ingólfsson 1.