NBA í nótt: Atlanta á siglingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2009 09:09 Joe Johnson í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Atlanta Hawks er á góðri leið með að ná sér í heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í síðustu níu heimaleikjum sínum í nótt. Atlanta vann Minnesota, 109-97, þar sem Flip Murray skoraði 30 stig sem er persónulegt met hjá honum í vetur. Joe Johnson og Mike Bibby voru með 20 stig hvor. Atlanta hefur alls unnið 28 af 35 heimaleikjum sínum í vetur og gætu því reynst erfiðir viðureignar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor. Þeir eiga þriggja og hálfs leiks forystu á Miami sem er í fimmta sætinu. Liðið á þó erfiða leiki heima fyrir í vikunni. Fyrst gegn San Antonio annað kvöld, svo Boston og loks Los Angeles Lakers á sunnudaginn. Þetta var fimmta tap Minnesota í röð. Randy Foye var með nítján stig og Kevin Love sautján. Boston vann LA Clippers, 90-77. Ray Allen var með 20 stig fyrir Boston. Orlando vann New York, 106-102. Dwight Howard var með 29 stig og fjórtán fráköst fyrir Orlando. Það var þó Hedo Turkoglu sem var aðalmaðurinn í fjórða leikhluta leiksins. Miami vann Memphis, 94-82. Dwyane Wade skoraði 27 stig og bætti þar með sitt eigið stigamet hjá félaginu yfir heilt tímabil. Hann gaf þar að auki átta stoðsendingar. Chicago vann Washington, 101-99. Ben Gordon skoraði 21 stig, þar af sjö á síðustu þremur og hálfri mínútunni. Phoenix vann Denver, 118-115, og hélt þar með í vonina um sæti í úrslitakeppninni en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Grant Hill var með 23 stig og Jason Richardson 22. Phoenix er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar, þremur sigurleikjum á eftir Dallas. Philadelphia vann Portland, 104-103, í framlengdum leik. Andre Miller varm eð 27 stig og tíu fráköst og þeir Thaddeus Young og Andre Iguodala bættu við 25 stigum hvor. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Atlanta Hawks er á góðri leið með að ná sér í heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í síðustu níu heimaleikjum sínum í nótt. Atlanta vann Minnesota, 109-97, þar sem Flip Murray skoraði 30 stig sem er persónulegt met hjá honum í vetur. Joe Johnson og Mike Bibby voru með 20 stig hvor. Atlanta hefur alls unnið 28 af 35 heimaleikjum sínum í vetur og gætu því reynst erfiðir viðureignar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor. Þeir eiga þriggja og hálfs leiks forystu á Miami sem er í fimmta sætinu. Liðið á þó erfiða leiki heima fyrir í vikunni. Fyrst gegn San Antonio annað kvöld, svo Boston og loks Los Angeles Lakers á sunnudaginn. Þetta var fimmta tap Minnesota í röð. Randy Foye var með nítján stig og Kevin Love sautján. Boston vann LA Clippers, 90-77. Ray Allen var með 20 stig fyrir Boston. Orlando vann New York, 106-102. Dwight Howard var með 29 stig og fjórtán fráköst fyrir Orlando. Það var þó Hedo Turkoglu sem var aðalmaðurinn í fjórða leikhluta leiksins. Miami vann Memphis, 94-82. Dwyane Wade skoraði 27 stig og bætti þar með sitt eigið stigamet hjá félaginu yfir heilt tímabil. Hann gaf þar að auki átta stoðsendingar. Chicago vann Washington, 101-99. Ben Gordon skoraði 21 stig, þar af sjö á síðustu þremur og hálfri mínútunni. Phoenix vann Denver, 118-115, og hélt þar með í vonina um sæti í úrslitakeppninni en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Grant Hill var með 23 stig og Jason Richardson 22. Phoenix er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar, þremur sigurleikjum á eftir Dallas. Philadelphia vann Portland, 104-103, í framlengdum leik. Andre Miller varm eð 27 stig og tíu fráköst og þeir Thaddeus Young og Andre Iguodala bættu við 25 stigum hvor. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli