Kúafretir gætu kostað danska bændur milljónir kr. 9. febrúar 2009 15:37 Fretir og ropar úr kúm og svínum gætu kostað danska bændur milljónir danskra króna á næstu árum verði tillögur skattanefndar Danmerkur um gjöld fyrir losun á metangasi út í andrúmsloftið að veruleika. Dagbladet Holsterbro-Struer hefur eftir stórbóndanum Steen Nörgaard á bænum Hogager að fyrirhuguð gjöld gæti kostað hann allt að rúmlega hálfa milljón danskra kr., eða um 10 milljónir kr. á hverju ári. Samkvæmt hugmyndum skattanefndarinnar er ætlunin að gjöldin fyrir metangasið muni nema um 600 dönskum kr. á hverja kú. Reiknar nefndin með að kúm og svínum muni fækka í landinu við þessi gjöld. Nörgaard telur að þessi gjöld séu ósanngjörn. „Kýrnar freta og ropa jafnmikið hvort sem slíkt er skattlagt eða ekki," segir bóndinn. „Markmiðið með svona gjöldum er að breyta hegðun eða minnka skaða af til dæmis gasi en dýrin láta sér slíkt í léttu rúmi liggja." Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fretir og ropar úr kúm og svínum gætu kostað danska bændur milljónir danskra króna á næstu árum verði tillögur skattanefndar Danmerkur um gjöld fyrir losun á metangasi út í andrúmsloftið að veruleika. Dagbladet Holsterbro-Struer hefur eftir stórbóndanum Steen Nörgaard á bænum Hogager að fyrirhuguð gjöld gæti kostað hann allt að rúmlega hálfa milljón danskra kr., eða um 10 milljónir kr. á hverju ári. Samkvæmt hugmyndum skattanefndarinnar er ætlunin að gjöldin fyrir metangasið muni nema um 600 dönskum kr. á hverja kú. Reiknar nefndin með að kúm og svínum muni fækka í landinu við þessi gjöld. Nörgaard telur að þessi gjöld séu ósanngjörn. „Kýrnar freta og ropa jafnmikið hvort sem slíkt er skattlagt eða ekki," segir bóndinn. „Markmiðið með svona gjöldum er að breyta hegðun eða minnka skaða af til dæmis gasi en dýrin láta sér slíkt í léttu rúmi liggja."
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira