Jón Halldór: Rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2009 22:21 Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Stefán Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var léttur á brún eftir 68-67 sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld. Keflavíkurliðið var þó nærri því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin en hélt út leikinn. „Ég var rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik. Stelpurnar voru skíthræddar í restina um að þær væru að fara tapa þessu. Mér leið eins og þær þorðu ekki að gera neitt því væru hræddar við að við myndum tapa. Ég var mjög ánægður með að við náðum að halda þessum, hleyptum þeim ekki fram úr okkur og kláruðum leikinn," sagði Jón Halldór. „Þetta er ennþá svolítið ströggl hjá okkur. Leikmenn eru að finna sig í þessum nýju hlutverkum og stöðum sem þær eru að fá. Við erum nýkomnar með nýjan útlending, Pálína er að koma aftur inn og Birna er búin að vera meidd. Ég er líka að taka inn ungar stelpur sem eru bara 16 ára gamlar en eiga eftir að fá stærra hlutverk þegar líður á. Við erum á réttri leið en ég er ennþá að púsla þessu saman," segir Jón Halldór. Heather Ezell skoraði 21 stig í seinni hálfleik fyrir Hauka en brást bogalistinn á vítalínunni í lokin. Hún klikkaði á víti þegar hún gat jafnað leikinn og tryggt Haukum framlengingu en hún hafði þá hitt úr átta fyrstu skotum sínum í leiknum. „Heather er stórkostlegur leikmaður og takmarkið í dag var að halda henni undir 30 stigum. Það tókst því hún skoraði bara 27 stig," sagði Jón í léttum tón en Heather var samt einu misheppnuðu vítaskoti frá því að tryggja Haukum framlengingu. „Það var flott hjá henni að klikka á eina vítinu sínu í leiknum þegar fimm sekúndur voru eftir. Ég var mjög ánægður með það en ég þakkaði henni þó ekkert sérstaklega fyrir það í leikslok," sagði Jón Halldór. Keflavík tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum og sat þá á botni deildarinnar en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í efri hlutann. „Það vissu það allir sem vildu vita að það ekkert eðlileg byrjun. Við vorum með Birnu 30 prósent og útlending sem var ekki að passa inn í liðið hjá okkur. Við vorum að koma öllu í gang eftir mikla breytingar. Það vita það allir í Keflavík að það er ekki í boði að tapa fyrstu fjórum leikjunum og vonandi verður talað jafnmikið um það að við séum búnar að vinna þrjá í röð." sagði Jón Halldór að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var léttur á brún eftir 68-67 sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld. Keflavíkurliðið var þó nærri því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin en hélt út leikinn. „Ég var rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik. Stelpurnar voru skíthræddar í restina um að þær væru að fara tapa þessu. Mér leið eins og þær þorðu ekki að gera neitt því væru hræddar við að við myndum tapa. Ég var mjög ánægður með að við náðum að halda þessum, hleyptum þeim ekki fram úr okkur og kláruðum leikinn," sagði Jón Halldór. „Þetta er ennþá svolítið ströggl hjá okkur. Leikmenn eru að finna sig í þessum nýju hlutverkum og stöðum sem þær eru að fá. Við erum nýkomnar með nýjan útlending, Pálína er að koma aftur inn og Birna er búin að vera meidd. Ég er líka að taka inn ungar stelpur sem eru bara 16 ára gamlar en eiga eftir að fá stærra hlutverk þegar líður á. Við erum á réttri leið en ég er ennþá að púsla þessu saman," segir Jón Halldór. Heather Ezell skoraði 21 stig í seinni hálfleik fyrir Hauka en brást bogalistinn á vítalínunni í lokin. Hún klikkaði á víti þegar hún gat jafnað leikinn og tryggt Haukum framlengingu en hún hafði þá hitt úr átta fyrstu skotum sínum í leiknum. „Heather er stórkostlegur leikmaður og takmarkið í dag var að halda henni undir 30 stigum. Það tókst því hún skoraði bara 27 stig," sagði Jón í léttum tón en Heather var samt einu misheppnuðu vítaskoti frá því að tryggja Haukum framlengingu. „Það var flott hjá henni að klikka á eina vítinu sínu í leiknum þegar fimm sekúndur voru eftir. Ég var mjög ánægður með það en ég þakkaði henni þó ekkert sérstaklega fyrir það í leikslok," sagði Jón Halldór. Keflavík tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum og sat þá á botni deildarinnar en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í efri hlutann. „Það vissu það allir sem vildu vita að það ekkert eðlileg byrjun. Við vorum með Birnu 30 prósent og útlending sem var ekki að passa inn í liðið hjá okkur. Við vorum að koma öllu í gang eftir mikla breytingar. Það vita það allir í Keflavík að það er ekki í boði að tapa fyrstu fjórum leikjunum og vonandi verður talað jafnmikið um það að við séum búnar að vinna þrjá í röð." sagði Jón Halldór að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Sjá meira