Haukar Íslandsmeistarar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2009 19:59 Arnar Pétursson lyftir bikarnum í kvöld. Mynd/Anton Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta eftir öruggan sigur á Val á útivelli í fjórða leik liðanna um titilinn. Haukar unnu þar með einvígið, 3-1. Valsmenn höfðu fyrir kvöldið ekki tapað leik á tímabilinu en þeir þurftu að játa sig sigraða fyrir deildarmeisturum Hauka í kvöld. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka og lagði markvarsla hans og varnarleikur Hauka grunninn að sigrinum í dag. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Leik lokið: Valur - Haukar 25-33 Það er formsatriði að ljúka þessum leik og Haukar gera það með glæsibrag. Mörk Vals: Heimir Örn Árnason 6 Davíð Ólafsson 5 Elvar Friðriksson 4/1 Hjalti Þór Pálmason 4 Arnór Þór Gunnarsson 3/2 Orri Freyr Gíslason 1 Markús Máni Michaelsson 1 Hjalti Gylfason 1Varin skot: Ólafur Gíslason 12Mörk Hauka: Gunnar Berg Viktorsson 7/4 Andri Stefan 6 Freyr Brynjarsson 5 Sigurbergur Sveinsson 5 Kári Kristján Kristjánsson 4 Elías Már Halldórsson 3 Stefán Rafn Sigurmansson 2 Einar Örn Jónsson 1Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 2357. mínúta: Valur - Haukar 23-31 Valur tapar boltanum og Haukar skora úr hraðaupphlaupi. Þetta er búið. Haukar eru að verða Íslandsmeistarar.56. mínúta: Valur - Haukar 23-28 Hjalti Pálmason tapar boltanum í sókn Vals. Elías Már skorar úr hraðaupphlaupi. Þetta virðist búið þó svo að Davíð Ólafsson nái að minnka muninn aftur í fimm mörk fyrir Val.54. mínúta: Valur - Haukar 21-26 Enn ein sóknin rennur út í sandinn hjá Val. Þeir hafa ekki skorað í sex mínútur. Haukar halda í sókn og geta komist í sex marka forystu. 52. mínúta: Valur - Haukar 21-26 Úrræðaleysi Valsmanna í sóknarleik sínum virðist algert þessar mínúturnar. Þeir komast ekki í gegn og verða að skjóta að utan. Birkir Ívar hefur í litlum vandræðum átt með þessi skot. Elías Már skorar í kjölfarið úr hraðaupphlaupi og eykur muninn í fimm mörk. Tíminn er að hlaupa frá Valsmönnum.50. mínúta: Valur - Haukar 21-24 Hjalti Pálmason skoraði aftur en Haukar virðast skora tvö mörk fyrir hvert mark sem Valur skorar þessar mínúturnar.47. mínúta: Valur - Haukar 20-22 Haukar skora tvö í röð en Hjalti Pálmason svarar loksins fyrir Val. 44. mínúta: Valur - Haukar 19-20 Valur í yfirtölu, í sókn og möguleiki á að jafna. Birkir Ívar varði tvö skot í röð og Haukar fullmannaðir í sókn. Það ætlar að reynast erfitt fyrir Valsmenn að jafna þennan leik.41. mínúta: Valur - Haukar 18-20 Enn hafa Haukar yfirhöndina í leiknum en Valsmenn eru þó aldrei langt undan. Mikið um mistök hjá báðum liðum og leikurinn eilítið tilviljunarkenndur. 37. mínúta: Valur - Haukar 16-19 Valsmenn fengu tækifæri til að jafna metin í stöðunni 16-17 eftir að Ólafur Haukur varði tvívegis vel í marki Valsmanna. En þeir töpuðu enn einum boltanum og Haukar hafa skorað síðustu tvö mörk leiksins.33. mínúta: Valur - Haukar 15-17 Freyr Brynjarsson skorar fyrsta mark síðari hálfleiks fyrir Hauka. Valsmenn tapa svo boltanum strax aftur.Hálfleikur: Valur - Haukar 15-16 Heimir Örn Árnason skoraði síðustu þrjú mörk Vals í leiknum og heimamenn geta því þakkað honum fyrir að vera ekki meira undir í hálfleik. Leikurinn hefur verið nokkur kaflaskiptur en bæði lið hafa sýnt góða kafla og slæma. Markvarslan þarf þó að batna í Valsmarkinu.Mörk Vals: Heimir Örn Árnason 4 Davíð Ólafsson 3 Elvar Friðriksson 3/1 Arnór Þór Gunnarsson 2/2 Hjalti Þór Pálmason 2 Hjalti Gylfason 1Varin skot: Ólafur Gíslason 5Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 4 Kári Kristján Kristjánsson 3 Gunnar Berg Viktorsson 3/1 Freyr Brynjarsson 3 Andri Stefan 3Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 1128. mínúta: Valur - Haukar 12-14 Síðustu fjögur mörk Hauka hafa öll komið úr langskotum. Vörnin hjá Val er hins vegar ekkert alslæm og heimamenn hafa haldið í við gestina. Munurinn á liðunum liggur hins vegar í markvörslunni.21. mínúta: Valur - Haukar 9-10 Allt annað að sjá til Valsliðsins. Þeir eru fastir fyrir í vörn og yfirvegaðir í sókninni. Munurinn nú orðinn eitt mark.18. mínúta: Valur - Haukar 7-10 Valsmenn skoruðu bara tvö víti á um tíu mínútna kafla en nú var Hjalti Pálmason að skora úr langskoti og fiskaði um leið Gunnar Berg út af í tvær mínútur. Gæti reynst dýrmætt fyrir heimamenn.13. mínúta: Valur - Haukar 4-8 Kári Kristján skorar þriðja mark Hauka í röð úr vonlausri stöðu á línunni. Þetta hefði Ólafur átt að verja. Valsmenn taka leikhlé.12. mínúta: Valur - Haukar 4-7 Vörn Hauka er öflug með þá Arnar, Kára og Gunnar Berg fremsta í flokki og hafa Haukar skorað tvö mörk í röð og eiga kost á því þriðja.9. mínúta: Valur - Haukar 4-5 Vörn Hauka hefur verið að standa vaktina vel og áttu gestirnir möguleika á að komast þremur mörkum yfir. En í annað skiptið í leiknum klikkaði línusending og Valsmenn skoruðu úr hraðaupphlaupi.6. mínúta: Valur - Haukar 2-3 Mikill hraði í leiknum og Haukar eru komnir yfir eftir að Gunnar Berg skoraði úr víti. Þá var Arnór Þór Gunnarsson nýbúinn að misnota víti fyrir heimamenn.1. mínúta: Valur - Haukar 1-1 Haukar byrja með boltann en tapa boltanum í fyrstu sókn sinni. Valsmenn komast í hraðaupphlaup sem Davíð Ólafsson skorar úr. Andri Stefan svarar strax fyrir Hauka.20.15 Allt til reiðu Nú er allt klárt hér í Vodafone-höllinni og fer leikurinn senn að hefjast. Það er fín stemning á meðal áhorfenda og stuðningsmenn beggja liða láta vel í sér heyra.20.12 Ljósin slökkt Nú er verið að tilkynna liðin til leiks og hefur verið slökkt á ljósunum í húsinu þegar heimamenn eru kynntir til leiks. 20.05 DJ Baldur Hér er það hinn meiddi leikmaður Vals, Baldur Þorsteinsson, sem sér um tónlistina í húsinu. Aðrir meiðslagikkir - Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon - hafa haldið honum félagsskap í plötusnúðabúrinu. 20.00 Velkomin til leiks Vísir heilsar héðan úr Vodafone-höllinni þar sem stundarfjórðungur er til að leikurinn hefjist. Áhorfendur eru að týnast í sætin sín og allt útlit fyrir hörkuspennandi viðureign í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar karla í handbolta eftir öruggan sigur á Val á útivelli í fjórða leik liðanna um titilinn. Haukar unnu þar með einvígið, 3-1. Valsmenn höfðu fyrir kvöldið ekki tapað leik á tímabilinu en þeir þurftu að játa sig sigraða fyrir deildarmeisturum Hauka í kvöld. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka og lagði markvarsla hans og varnarleikur Hauka grunninn að sigrinum í dag. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Leik lokið: Valur - Haukar 25-33 Það er formsatriði að ljúka þessum leik og Haukar gera það með glæsibrag. Mörk Vals: Heimir Örn Árnason 6 Davíð Ólafsson 5 Elvar Friðriksson 4/1 Hjalti Þór Pálmason 4 Arnór Þór Gunnarsson 3/2 Orri Freyr Gíslason 1 Markús Máni Michaelsson 1 Hjalti Gylfason 1Varin skot: Ólafur Gíslason 12Mörk Hauka: Gunnar Berg Viktorsson 7/4 Andri Stefan 6 Freyr Brynjarsson 5 Sigurbergur Sveinsson 5 Kári Kristján Kristjánsson 4 Elías Már Halldórsson 3 Stefán Rafn Sigurmansson 2 Einar Örn Jónsson 1Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 2357. mínúta: Valur - Haukar 23-31 Valur tapar boltanum og Haukar skora úr hraðaupphlaupi. Þetta er búið. Haukar eru að verða Íslandsmeistarar.56. mínúta: Valur - Haukar 23-28 Hjalti Pálmason tapar boltanum í sókn Vals. Elías Már skorar úr hraðaupphlaupi. Þetta virðist búið þó svo að Davíð Ólafsson nái að minnka muninn aftur í fimm mörk fyrir Val.54. mínúta: Valur - Haukar 21-26 Enn ein sóknin rennur út í sandinn hjá Val. Þeir hafa ekki skorað í sex mínútur. Haukar halda í sókn og geta komist í sex marka forystu. 52. mínúta: Valur - Haukar 21-26 Úrræðaleysi Valsmanna í sóknarleik sínum virðist algert þessar mínúturnar. Þeir komast ekki í gegn og verða að skjóta að utan. Birkir Ívar hefur í litlum vandræðum átt með þessi skot. Elías Már skorar í kjölfarið úr hraðaupphlaupi og eykur muninn í fimm mörk. Tíminn er að hlaupa frá Valsmönnum.50. mínúta: Valur - Haukar 21-24 Hjalti Pálmason skoraði aftur en Haukar virðast skora tvö mörk fyrir hvert mark sem Valur skorar þessar mínúturnar.47. mínúta: Valur - Haukar 20-22 Haukar skora tvö í röð en Hjalti Pálmason svarar loksins fyrir Val. 44. mínúta: Valur - Haukar 19-20 Valur í yfirtölu, í sókn og möguleiki á að jafna. Birkir Ívar varði tvö skot í röð og Haukar fullmannaðir í sókn. Það ætlar að reynast erfitt fyrir Valsmenn að jafna þennan leik.41. mínúta: Valur - Haukar 18-20 Enn hafa Haukar yfirhöndina í leiknum en Valsmenn eru þó aldrei langt undan. Mikið um mistök hjá báðum liðum og leikurinn eilítið tilviljunarkenndur. 37. mínúta: Valur - Haukar 16-19 Valsmenn fengu tækifæri til að jafna metin í stöðunni 16-17 eftir að Ólafur Haukur varði tvívegis vel í marki Valsmanna. En þeir töpuðu enn einum boltanum og Haukar hafa skorað síðustu tvö mörk leiksins.33. mínúta: Valur - Haukar 15-17 Freyr Brynjarsson skorar fyrsta mark síðari hálfleiks fyrir Hauka. Valsmenn tapa svo boltanum strax aftur.Hálfleikur: Valur - Haukar 15-16 Heimir Örn Árnason skoraði síðustu þrjú mörk Vals í leiknum og heimamenn geta því þakkað honum fyrir að vera ekki meira undir í hálfleik. Leikurinn hefur verið nokkur kaflaskiptur en bæði lið hafa sýnt góða kafla og slæma. Markvarslan þarf þó að batna í Valsmarkinu.Mörk Vals: Heimir Örn Árnason 4 Davíð Ólafsson 3 Elvar Friðriksson 3/1 Arnór Þór Gunnarsson 2/2 Hjalti Þór Pálmason 2 Hjalti Gylfason 1Varin skot: Ólafur Gíslason 5Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 4 Kári Kristján Kristjánsson 3 Gunnar Berg Viktorsson 3/1 Freyr Brynjarsson 3 Andri Stefan 3Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 1128. mínúta: Valur - Haukar 12-14 Síðustu fjögur mörk Hauka hafa öll komið úr langskotum. Vörnin hjá Val er hins vegar ekkert alslæm og heimamenn hafa haldið í við gestina. Munurinn á liðunum liggur hins vegar í markvörslunni.21. mínúta: Valur - Haukar 9-10 Allt annað að sjá til Valsliðsins. Þeir eru fastir fyrir í vörn og yfirvegaðir í sókninni. Munurinn nú orðinn eitt mark.18. mínúta: Valur - Haukar 7-10 Valsmenn skoruðu bara tvö víti á um tíu mínútna kafla en nú var Hjalti Pálmason að skora úr langskoti og fiskaði um leið Gunnar Berg út af í tvær mínútur. Gæti reynst dýrmætt fyrir heimamenn.13. mínúta: Valur - Haukar 4-8 Kári Kristján skorar þriðja mark Hauka í röð úr vonlausri stöðu á línunni. Þetta hefði Ólafur átt að verja. Valsmenn taka leikhlé.12. mínúta: Valur - Haukar 4-7 Vörn Hauka er öflug með þá Arnar, Kára og Gunnar Berg fremsta í flokki og hafa Haukar skorað tvö mörk í röð og eiga kost á því þriðja.9. mínúta: Valur - Haukar 4-5 Vörn Hauka hefur verið að standa vaktina vel og áttu gestirnir möguleika á að komast þremur mörkum yfir. En í annað skiptið í leiknum klikkaði línusending og Valsmenn skoruðu úr hraðaupphlaupi.6. mínúta: Valur - Haukar 2-3 Mikill hraði í leiknum og Haukar eru komnir yfir eftir að Gunnar Berg skoraði úr víti. Þá var Arnór Þór Gunnarsson nýbúinn að misnota víti fyrir heimamenn.1. mínúta: Valur - Haukar 1-1 Haukar byrja með boltann en tapa boltanum í fyrstu sókn sinni. Valsmenn komast í hraðaupphlaup sem Davíð Ólafsson skorar úr. Andri Stefan svarar strax fyrir Hauka.20.15 Allt til reiðu Nú er allt klárt hér í Vodafone-höllinni og fer leikurinn senn að hefjast. Það er fín stemning á meðal áhorfenda og stuðningsmenn beggja liða láta vel í sér heyra.20.12 Ljósin slökkt Nú er verið að tilkynna liðin til leiks og hefur verið slökkt á ljósunum í húsinu þegar heimamenn eru kynntir til leiks. 20.05 DJ Baldur Hér er það hinn meiddi leikmaður Vals, Baldur Þorsteinsson, sem sér um tónlistina í húsinu. Aðrir meiðslagikkir - Sigurður Eggertsson og Sigfús Páll Sigfússon - hafa haldið honum félagsskap í plötusnúðabúrinu. 20.00 Velkomin til leiks Vísir heilsar héðan úr Vodafone-höllinni þar sem stundarfjórðungur er til að leikurinn hefjist. Áhorfendur eru að týnast í sætin sín og allt útlit fyrir hörkuspennandi viðureign í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira