Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson sagði sigurinn á Fram í kvöld sérstaklega sætan. Björgvin skoraði fjögur mörk fyrir Hauka sem vann Fram, 34-32.
„Við vorum með þá fyrstu 40 mínútur leiksins en síðan kemur kafli þar sem þeim tekst að skora úr öllum færum," sagði Björgvin við Vísi eftir leikinn. „En mér fannst við sýna mikinn og góðan karakter að koma okkur aftur inn í leikinn og klára hann. Það eru skemmtilegustu sigrarnir."
Hann segist vera ánægður með gengi Haukanna. „Þetta er allt á réttri laið hjá okkur. Við erum taplausir í deildinni og komnir áfram í Evrópukeppninni."
Björgvin: Sýndum góðan karakter
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




Sektin hans Messi er leyndarmál
Fótbolti
