Breskir bankar á fallandi fæti 20. janúar 2009 03:00 Hlutabréf Royal Bank of Scotland, sem nú er í meirihlutaeigu breska ríkisins, hríðféllu í gær eftir afkomuviðvörun bankans. Hlutabréf banka og fjármálastofnana í Bretlandi hríðféllu á mörkuðum í gær. Fallið varð þrátt fyrir nýja áætlun til bjargar fjármálakerfinu sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, kynnti í gær. Einna mest var lækkun hlutabréfa Royal Bank of Scotland, um 67,4 prósent, eftir að bankinn gaf út afkomuviðvörun þar sem hann varaði við því að tap bankans á nýliðnu ári kynni að nema allt að 28 milljörðum punda, eða yfir 5.200 milljörðum íslenskra króna. Slíkt tap hefur ekki áður sést hjá fjármálastofnun í Bretlandi. Ríkið á þegar 58 prósenta hlut í bankanum og áætlanir um að það auki eignarhlut sinn í 70 prósent. Aukinn eignarhlutur ríkisins í bankanum er hluti af björgunaráætlun sem ætlað er að koma ró á fjármálakerfi Bretlands. Þar eru einnig áætlanir um að bönkum verði gert kleift að kaupa tryggingu gegn framtíðartapi af áhættusömum eignasöfnum, að því er Market Watch greinir frá. Þar kemur einnig fram að þótt fjárfestar hafi í fyrstu fagnað áætlunum breska ríkisins hafi þeir svo tekið að efast. „Ég er ekki sannfærður um að tilætluðum árangri verði náð og útlán aukist, því þótt ríkisstjórnin tryggi veðlán þá er bönkunum ekki í raun gert að hreinsa ruslið úr eignasafni sínu,“ hefur Market Watch eftir Peter Dixon, greinanda hjá Commerzbank í Þýskalandi. - óká Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf banka og fjármálastofnana í Bretlandi hríðféllu á mörkuðum í gær. Fallið varð þrátt fyrir nýja áætlun til bjargar fjármálakerfinu sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, kynnti í gær. Einna mest var lækkun hlutabréfa Royal Bank of Scotland, um 67,4 prósent, eftir að bankinn gaf út afkomuviðvörun þar sem hann varaði við því að tap bankans á nýliðnu ári kynni að nema allt að 28 milljörðum punda, eða yfir 5.200 milljörðum íslenskra króna. Slíkt tap hefur ekki áður sést hjá fjármálastofnun í Bretlandi. Ríkið á þegar 58 prósenta hlut í bankanum og áætlanir um að það auki eignarhlut sinn í 70 prósent. Aukinn eignarhlutur ríkisins í bankanum er hluti af björgunaráætlun sem ætlað er að koma ró á fjármálakerfi Bretlands. Þar eru einnig áætlanir um að bönkum verði gert kleift að kaupa tryggingu gegn framtíðartapi af áhættusömum eignasöfnum, að því er Market Watch greinir frá. Þar kemur einnig fram að þótt fjárfestar hafi í fyrstu fagnað áætlunum breska ríkisins hafi þeir svo tekið að efast. „Ég er ekki sannfærður um að tilætluðum árangri verði náð og útlán aukist, því þótt ríkisstjórnin tryggi veðlán þá er bönkunum ekki í raun gert að hreinsa ruslið úr eignasafni sínu,“ hefur Market Watch eftir Peter Dixon, greinanda hjá Commerzbank í Þýskalandi. - óká
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira