Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2025 10:25 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Flugfélagið Icelandair gekk í morgun frá starfslokum við 38 starfsmenn. Flestir sem misstu vinnuna eru starfsfólk á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. Forstjórinn segir ákvörðunina mjög erfiða. „Svona ákvarðanir eru alltaf mjög erfiðar. Þær hafa áhrif á starfsfólk sem kveður og þau sem eftir verða og sjá á eftir góðum vinnufélögum,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu. Þar segir að um sé að ræða starfsfólk í ýmsum deildum, aðallega á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. Þessar breytingar séu liður í hagræðingaraðgerðum, en um þessar mundir sé höfuðáhersla lögð á að bæta afkomu félagsins. Undanfarin misseri hafi félagið gripið til fjölmargra aðgerða og megi þar nefna aðlögun leiðakerfisins að markaðsaðstæðum, fækkun flugvéla í rekstri um tvær og að hætta rekstri breiðþotna á næsta ári, auk ýmissa umbótaverkefna þvert á fyrirtækið sem hafi skilað sér í aukinni skilvirkni og sjálfvirknivæðingu. „Undanfarin misseri höfum við verið að velta við öllum steinum til þess að snúa rekstri félagsins við. Það er nauðsynlegt til þess að Icelandair geti tekist á við sveiflur í síbreytilegu umhverfi flugrekstrar, til að tryggja samkeppnishæfni og bæta afkomu félagsins til framtíðar. Einn liður í þessari vegferð er einföldun skipulags og fækkun verkefna sem leiðir því miður til breytinga í starfsmannahópnum sem við tilkynntum starfsfólki okkar í dag. Ég vil þakka öllu því góða fólki sem nú lætur af störfum fyrir þeirra framlag til Icelandair og óska þeim alls hins besta,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Neikvæð afkoma áttunda árið í röð Hagnaður Icelandair eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam sjö milljörðum króna, samanborið við 8,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið áætlar að afkoma fyrir vaxtagreiðslur og skatta árið 2025 verði neikvæð um 1,2 til 2,4 milljarða króna. Félagið hafði þegar birt afkomuviðvörun þar sem kom fram að kostnaður á fjórðungnum hefði verið meiri en búist var við. Flugfélagið Play, helsti samkeppnisaðili Icelandair, varð gjaldþrota í september. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í tilkynningu til Kauphallar á dögunum að eftir átta ár í ósjálfbærum rekstri væri áhersla Icelandair skýr. Að snúa rekstri félagsins við ekki síðar en á árinu 2026. „Í því skyni höfum við aðlagað flugframboð okkar fyrir árið 2026 að aðstæðum, munum fækka flugvélum í farþegaleiðakerfinu um tvær og höfum ákveðið að hætta rekstri Boeing 767 breiðþotna í lok 2026. Í lok þriðja ársfjórðungs höfðum við ráðist í umbótaverkefni sem við gerum ráð fyrir að muni skila yfir 100 milljónum dala á ársgrundvelli þegar þau verða komin að fullu til framkvæmda. Við munum ekki láta staðar numið þar.“ Boðaði frekari hagræðingaraðgerðir Bogi sagði frekari hagræðingaraðgerðir væru í kortunum. Tveimur vikum síðar hefur verið gripið til uppsagna. „Við erum nú að hefja mikilvægar kjaraviðræður við flugstéttirnar sem munu hafa áhrif á framtíð Icelandair. Lykilþáttur í því að félagið komist í arðbæran rekstur og geti vaxið og dafnað til framtíðar er að nýir kjarasamningar muni stuðla að samkeppnishæfni félagsins í krefjandi rekstrarumhverfi, styðja við fjárfestingar í nýjum flota og á sama tíma tryggja áfram spennandi störf og eftirsótt vinnuumhverfi.“ 3166 starfsmenn voru skráðir hjá Icelandair Group um síðustu áramót. Fréttin var uppfært klukkan 11:34 með tilkynningu frá Icelandair. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Icelandair Vistaskipti Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Svona ákvarðanir eru alltaf mjög erfiðar. Þær hafa áhrif á starfsfólk sem kveður og þau sem eftir verða og sjá á eftir góðum vinnufélögum,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu. Þar segir að um sé að ræða starfsfólk í ýmsum deildum, aðallega á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. Þessar breytingar séu liður í hagræðingaraðgerðum, en um þessar mundir sé höfuðáhersla lögð á að bæta afkomu félagsins. Undanfarin misseri hafi félagið gripið til fjölmargra aðgerða og megi þar nefna aðlögun leiðakerfisins að markaðsaðstæðum, fækkun flugvéla í rekstri um tvær og að hætta rekstri breiðþotna á næsta ári, auk ýmissa umbótaverkefna þvert á fyrirtækið sem hafi skilað sér í aukinni skilvirkni og sjálfvirknivæðingu. „Undanfarin misseri höfum við verið að velta við öllum steinum til þess að snúa rekstri félagsins við. Það er nauðsynlegt til þess að Icelandair geti tekist á við sveiflur í síbreytilegu umhverfi flugrekstrar, til að tryggja samkeppnishæfni og bæta afkomu félagsins til framtíðar. Einn liður í þessari vegferð er einföldun skipulags og fækkun verkefna sem leiðir því miður til breytinga í starfsmannahópnum sem við tilkynntum starfsfólki okkar í dag. Ég vil þakka öllu því góða fólki sem nú lætur af störfum fyrir þeirra framlag til Icelandair og óska þeim alls hins besta,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Neikvæð afkoma áttunda árið í röð Hagnaður Icelandair eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam sjö milljörðum króna, samanborið við 8,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið áætlar að afkoma fyrir vaxtagreiðslur og skatta árið 2025 verði neikvæð um 1,2 til 2,4 milljarða króna. Félagið hafði þegar birt afkomuviðvörun þar sem kom fram að kostnaður á fjórðungnum hefði verið meiri en búist var við. Flugfélagið Play, helsti samkeppnisaðili Icelandair, varð gjaldþrota í september. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í tilkynningu til Kauphallar á dögunum að eftir átta ár í ósjálfbærum rekstri væri áhersla Icelandair skýr. Að snúa rekstri félagsins við ekki síðar en á árinu 2026. „Í því skyni höfum við aðlagað flugframboð okkar fyrir árið 2026 að aðstæðum, munum fækka flugvélum í farþegaleiðakerfinu um tvær og höfum ákveðið að hætta rekstri Boeing 767 breiðþotna í lok 2026. Í lok þriðja ársfjórðungs höfðum við ráðist í umbótaverkefni sem við gerum ráð fyrir að muni skila yfir 100 milljónum dala á ársgrundvelli þegar þau verða komin að fullu til framkvæmda. Við munum ekki láta staðar numið þar.“ Boðaði frekari hagræðingaraðgerðir Bogi sagði frekari hagræðingaraðgerðir væru í kortunum. Tveimur vikum síðar hefur verið gripið til uppsagna. „Við erum nú að hefja mikilvægar kjaraviðræður við flugstéttirnar sem munu hafa áhrif á framtíð Icelandair. Lykilþáttur í því að félagið komist í arðbæran rekstur og geti vaxið og dafnað til framtíðar er að nýir kjarasamningar muni stuðla að samkeppnishæfni félagsins í krefjandi rekstrarumhverfi, styðja við fjárfestingar í nýjum flota og á sama tíma tryggja áfram spennandi störf og eftirsótt vinnuumhverfi.“ 3166 starfsmenn voru skráðir hjá Icelandair Group um síðustu áramót. Fréttin var uppfært klukkan 11:34 með tilkynningu frá Icelandair. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Icelandair Vistaskipti Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira