Fjórði titill Serenu í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2009 12:07 Serena Williams þurfti lítið að hafa fyrir sigrinum í morgun. Nordic Photos / Getty Images Serena Williams fór létt með hina rússnesku Dinöru Safinu í úrslitum einliðaleiks kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis og vann þar með sinn annan titil á mótinu á tveimur dögum. Þetta var í fjórða sinn sem Serena sigrar á mótinu en þetta var hennar tíundi slemmutitill á ferlinum. Í gær vann hún sigur í tvíliðaleik kvenna þar sem hún keppti með Venus, systur sinni. Serena fór af miklu öryggi í gegnum undanúrslita- og úrslitaviðureignir sínar en hún mætti rússneskum keppendum í síðustu þremur viðureignum sínum á mótinu. Safina tókst einfaldlega ekki að valda álaginu sem fylgir því að keppa til úrslita á stórmóti en þetta var í annað sinn á hennar ferli sem hún gerir það. Serena vann fyrsta settið 6-0 og það síðara 6-3. Leiktíminn var ekki nema 58 mínútur og viðurkenndi Safina að hún hafi ekki átt möguleika í dag. „Ég var bara einn af boltastrákunum í dag,“ sagði hún. Serena vann Elenu Dementievu í undanúrslitunum en viðureignir hennar í 16-manna og fjórðungsúrslitunum voru umdeildari. Í 16-manna úrslitunum þurfti Victoria Azarenka að hætta í öðru setti gegn Serenu eftir að hafa unnið það fyrsta 6-3. Azarenka átti við veikindi að stríða og gat ekki haldið áfram. Í fjórðungsúrslitunum mætti hún Svetlönu Kuznetsovu sem vann fyrsta settið í viðureigninni, 7-5. Vegna mikils hita var ákveðið að loka þakinu á leikvangnum þar sem leikurinn fór fram og sagði Kuznetsova eftir viðureignina að hún hafi verið afar óánægð með þá ákvörðun og fullyrðir að hún hefði unnið viðureignina við óbreyttar aðstæður. Serena Williams náði með sigrinum að koma sér í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins á kostnað Serbans Jelenu Jankovic sem datt úr leik í Ástralíu í 16-manna úrslitunum. Erlendar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Serena Williams fór létt með hina rússnesku Dinöru Safinu í úrslitum einliðaleiks kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis og vann þar með sinn annan titil á mótinu á tveimur dögum. Þetta var í fjórða sinn sem Serena sigrar á mótinu en þetta var hennar tíundi slemmutitill á ferlinum. Í gær vann hún sigur í tvíliðaleik kvenna þar sem hún keppti með Venus, systur sinni. Serena fór af miklu öryggi í gegnum undanúrslita- og úrslitaviðureignir sínar en hún mætti rússneskum keppendum í síðustu þremur viðureignum sínum á mótinu. Safina tókst einfaldlega ekki að valda álaginu sem fylgir því að keppa til úrslita á stórmóti en þetta var í annað sinn á hennar ferli sem hún gerir það. Serena vann fyrsta settið 6-0 og það síðara 6-3. Leiktíminn var ekki nema 58 mínútur og viðurkenndi Safina að hún hafi ekki átt möguleika í dag. „Ég var bara einn af boltastrákunum í dag,“ sagði hún. Serena vann Elenu Dementievu í undanúrslitunum en viðureignir hennar í 16-manna og fjórðungsúrslitunum voru umdeildari. Í 16-manna úrslitunum þurfti Victoria Azarenka að hætta í öðru setti gegn Serenu eftir að hafa unnið það fyrsta 6-3. Azarenka átti við veikindi að stríða og gat ekki haldið áfram. Í fjórðungsúrslitunum mætti hún Svetlönu Kuznetsovu sem vann fyrsta settið í viðureigninni, 7-5. Vegna mikils hita var ákveðið að loka þakinu á leikvangnum þar sem leikurinn fór fram og sagði Kuznetsova eftir viðureignina að hún hafi verið afar óánægð með þá ákvörðun og fullyrðir að hún hefði unnið viðureignina við óbreyttar aðstæður. Serena Williams náði með sigrinum að koma sér í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins á kostnað Serbans Jelenu Jankovic sem datt úr leik í Ástralíu í 16-manna úrslitunum.
Erlendar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira