U21 ára landslið karla í handbolta vann sigur á Kúveit 34-32 á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi. Íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum fyrir heimamönnum.
Íslenska liðið var þremur mörkum undir í hálfleik gegn Kúveit en reyndist sterkara í síðari hálfleik.
Mörk Íslands skoruðu: Rúnar Kárason 7, Anton Rúnarsson 5, Ásbjörn Friðriksson 5, Guðmundur Árni Ólafsson 4, Þröstur Þráinsson 3, Orri Freyr Gíslason 2, Bjarni Aron Þórðarson 2, Ólafur Bjarki Ragnarsson 2, Andri Heimir Friðriksson 2, Bjarki Már Gunnarsson 1 og Ólafur Gústafsson 1.