Segir skuldir bankanna vera þjóðinni ofviða 29. apríl 2009 04:15 Haraldur L. Haraldsson telur vaxtakostnað af erlendum skuldum þjóðarbúsins nægan til að sliga efnahaginn. Mynd/Anton „Eins og stjórnvöld hafa verið að nálgast viðræður við erlenda kröfuhafa, þá óttast ég að það sé verið að kalla yfir okkur ábyrgð sem við höfum ekki efni á að borga. Skuldir bankanna eru okkur ofviða," sagði Haraldur H. Haraldsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Nýsis, í erindi sínu á hádegisverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem haldinn var á Grand Hóteli í gær. Fundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Hver er staða þjóðar-búsins? Er Ísland gjaldþrota?" Haraldur hóf erindi sitt á að furða sig á þeirri umræðu að skortur sé á tölulegum upplýsingum um skuldir þjóðarbúsins. Flestar upplýsingar hans væru aðgengilegar á vef Seðlabankans, þar sem þær væru uppfærðar ársfjórðungslega. Haraldur segir þessar upplýsingar leiða í ljós að erlendar skuldir landsins hafi frá 2004 og fram í árslok 2008 hækkað úr 1.663 milljörðum króna í 12.887 milljarða, sem jafngildir 675 prósenta aukningu. Til samanburðar bendir hann á að verg landsframleiðsla hafi á sama tímabili aukist úr 915 milljörðum króna í 1.514 milljarða, eða um 65,3 prósent. Því sé ekkert samhengi í þessari aukningu. Tryggvi Þór Herbertsson.Fréttablaðið/AntonEnnfremur telur Haraldur að strax í árslok 2007 hefði mátt ljóst vera að íslenskt þjóðfélag gæti ekki staðið undir þessum miklu skuldbindingum. Um heildarskuldir þjóðarbúsins varar Haraldur við að reikna eignir á móti skuldum og fá þannig út nettó tölu, eins og oft er gert í umræðum um þessi mál. Vill Haraldur meina að sú aðferð sé notuð til eins konar réttlætingar fyrir því að almenningur taki á sig hinar miklu skuldir, eða tæplega 3.000 milljarða króna í lok síðasta árs. „Slík uppsetning minnir dálítið á bankana sem hrundu. Þeir settu eignir á móti skuldum, en þessar eignir voru að hluta til háðar huglægu mati, og þeir djörfustu bættu viðskiptavild inn í efnahagsreikninginn. Þannig fengu þeir út jákvætt eigið fé sem þýddi að þeir gátu tekið fleiri lán. Ég vara eindregið við slíkri uppsetningu," sagði Haraldur.Gestir fylgdust af áhuga með erindum þeirra Haralds og Tryggva.Fréttablaðið/AntonHaraldur segir einnig að erlendar skuldir ríkissjóðs og annarra aðila en bankanna, til viðbótar við lántöku vegna halla á ríkissjóði, Seðlabanka Íslands og nýju bankanna, nemi tæpum 2.650 milljörðum króna. Vaxtakostnaður af þeirri upphæð væri 132,5 milljarðar, miðað við 5 prósenta vexti. Kostnaður af vöxtum væri því nánast sá sami og fjárlög þessa árs áætli að ríkið hafi í tekjur af virðisaukaskatti. „Ég tel að við eigum að endurskoða aðkomu okkar að þessum málum. Við eigum að fara í formlegar viðræður við þessar þjóðir sem bankarnir störfuðu í og leggja allar upplýsingar á borðið. Ég trúi ekki öðru en menn hafi skilning þar á," sagði Haraldur. „Þetta hljómar svo svart hjá Haraldi að ég veit ekki hvort ég legg í þetta," sagði Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, sem einnig hélt erindi á hádegisverðarfundinum í gær, „en ég hef ekki tekið undir þá áskorun Haraldar að telja ekki eignir á móti skuldum í þessari umræðu." Tryggvi segir erfitt að henda reiður á skuldum þjóðarbúsins vegna þess að uppgjör milli gömlu og nýju bankanna liggi ekki fyrir. Samkvæmt útreikningum hans nema hreinar innlendar skuldir ríkisins um 280 milljörðum króna. Erlendu skuldirnar, þær sem okkur ber að hafa mestar áhyggjur af, séu um 567 milljónir dollara. Hann segir nettóskuldir vegna Ice-Save nema um 72 milljónum dollara, sem falla á íslenska ríkið. 2.100 milljarða lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem fari í gjaldeyrisvarasjóð landsins. Sú upphæð sé því hrein peningaleg eign því ekki sé ætlunin að nota þá peninga í neitt annað en gjaldeyrisvarasjóðinn. Lánalínur utan efnahags nemi 2.900 milljónum dollara. Hins vegar hafi einungis brot af lánum sem reiknuð séu inn í þá upphæð þegar verið tekin. Eignir á móti skuldum séu að megninu til hreinar peningalegar eignir sem liggja inni á reikningi í bandaríska seðlabankanum. Sé miðað við dollara sem 127 krónur séu hreinar skuldir því 351 milljarður. Hlutfall skulda í erlendum gjaldmiðlum sé 20 prósent og 80 prósent í krónum. Tryggvi lauk máli sínu á að hvetja stjórnvöld til að einhenda sér í aðgerðir til að berjast gegn vanda fyrirtækja og heimila. Ýmsar leiðir væru færar í því efni. „Ég ætla ekki að gefa ráð. Ég hef gert það áður og ekki hefur verið hlustað á þau hingað til," sagði Tryggvi og uppskar hlátur fundargesta að launum.Vel var mætt á fundinn og fylgdust menn af áhuga með erindum þeirra Haraldar og Tryggva. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Eins og stjórnvöld hafa verið að nálgast viðræður við erlenda kröfuhafa, þá óttast ég að það sé verið að kalla yfir okkur ábyrgð sem við höfum ekki efni á að borga. Skuldir bankanna eru okkur ofviða," sagði Haraldur H. Haraldsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Nýsis, í erindi sínu á hádegisverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem haldinn var á Grand Hóteli í gær. Fundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Hver er staða þjóðar-búsins? Er Ísland gjaldþrota?" Haraldur hóf erindi sitt á að furða sig á þeirri umræðu að skortur sé á tölulegum upplýsingum um skuldir þjóðarbúsins. Flestar upplýsingar hans væru aðgengilegar á vef Seðlabankans, þar sem þær væru uppfærðar ársfjórðungslega. Haraldur segir þessar upplýsingar leiða í ljós að erlendar skuldir landsins hafi frá 2004 og fram í árslok 2008 hækkað úr 1.663 milljörðum króna í 12.887 milljarða, sem jafngildir 675 prósenta aukningu. Til samanburðar bendir hann á að verg landsframleiðsla hafi á sama tímabili aukist úr 915 milljörðum króna í 1.514 milljarða, eða um 65,3 prósent. Því sé ekkert samhengi í þessari aukningu. Tryggvi Þór Herbertsson.Fréttablaðið/AntonEnnfremur telur Haraldur að strax í árslok 2007 hefði mátt ljóst vera að íslenskt þjóðfélag gæti ekki staðið undir þessum miklu skuldbindingum. Um heildarskuldir þjóðarbúsins varar Haraldur við að reikna eignir á móti skuldum og fá þannig út nettó tölu, eins og oft er gert í umræðum um þessi mál. Vill Haraldur meina að sú aðferð sé notuð til eins konar réttlætingar fyrir því að almenningur taki á sig hinar miklu skuldir, eða tæplega 3.000 milljarða króna í lok síðasta árs. „Slík uppsetning minnir dálítið á bankana sem hrundu. Þeir settu eignir á móti skuldum, en þessar eignir voru að hluta til háðar huglægu mati, og þeir djörfustu bættu viðskiptavild inn í efnahagsreikninginn. Þannig fengu þeir út jákvætt eigið fé sem þýddi að þeir gátu tekið fleiri lán. Ég vara eindregið við slíkri uppsetningu," sagði Haraldur.Gestir fylgdust af áhuga með erindum þeirra Haralds og Tryggva.Fréttablaðið/AntonHaraldur segir einnig að erlendar skuldir ríkissjóðs og annarra aðila en bankanna, til viðbótar við lántöku vegna halla á ríkissjóði, Seðlabanka Íslands og nýju bankanna, nemi tæpum 2.650 milljörðum króna. Vaxtakostnaður af þeirri upphæð væri 132,5 milljarðar, miðað við 5 prósenta vexti. Kostnaður af vöxtum væri því nánast sá sami og fjárlög þessa árs áætli að ríkið hafi í tekjur af virðisaukaskatti. „Ég tel að við eigum að endurskoða aðkomu okkar að þessum málum. Við eigum að fara í formlegar viðræður við þessar þjóðir sem bankarnir störfuðu í og leggja allar upplýsingar á borðið. Ég trúi ekki öðru en menn hafi skilning þar á," sagði Haraldur. „Þetta hljómar svo svart hjá Haraldi að ég veit ekki hvort ég legg í þetta," sagði Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, sem einnig hélt erindi á hádegisverðarfundinum í gær, „en ég hef ekki tekið undir þá áskorun Haraldar að telja ekki eignir á móti skuldum í þessari umræðu." Tryggvi segir erfitt að henda reiður á skuldum þjóðarbúsins vegna þess að uppgjör milli gömlu og nýju bankanna liggi ekki fyrir. Samkvæmt útreikningum hans nema hreinar innlendar skuldir ríkisins um 280 milljörðum króna. Erlendu skuldirnar, þær sem okkur ber að hafa mestar áhyggjur af, séu um 567 milljónir dollara. Hann segir nettóskuldir vegna Ice-Save nema um 72 milljónum dollara, sem falla á íslenska ríkið. 2.100 milljarða lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem fari í gjaldeyrisvarasjóð landsins. Sú upphæð sé því hrein peningaleg eign því ekki sé ætlunin að nota þá peninga í neitt annað en gjaldeyrisvarasjóðinn. Lánalínur utan efnahags nemi 2.900 milljónum dollara. Hins vegar hafi einungis brot af lánum sem reiknuð séu inn í þá upphæð þegar verið tekin. Eignir á móti skuldum séu að megninu til hreinar peningalegar eignir sem liggja inni á reikningi í bandaríska seðlabankanum. Sé miðað við dollara sem 127 krónur séu hreinar skuldir því 351 milljarður. Hlutfall skulda í erlendum gjaldmiðlum sé 20 prósent og 80 prósent í krónum. Tryggvi lauk máli sínu á að hvetja stjórnvöld til að einhenda sér í aðgerðir til að berjast gegn vanda fyrirtækja og heimila. Ýmsar leiðir væru færar í því efni. „Ég ætla ekki að gefa ráð. Ég hef gert það áður og ekki hefur verið hlustað á þau hingað til," sagði Tryggvi og uppskar hlátur fundargesta að launum.Vel var mætt á fundinn og fylgdust menn af áhuga með erindum þeirra Haraldar og Tryggva.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira