SönderjyskE úr fallsæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2009 10:25 Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason komu báðir við sögu með sínum liðum í Danmörku um helgina. Mynd/Vignir SönderjyskE vann um helgina mikilvægan 2-0 sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og lyfti sér þar með úr fallsæti. SönderjyskE var í fallsæti fyrir helgina og hafði verið lengi. Horsens var í tíunda sætinu fyrir helgi og því um mikinn fallslag að ræða. Með sigrinum færðist SönderjyskE upp í tíunda sæti deildarinnar með 23 stig og Horsens í það ellefta með 22. Vejle er í botnsætinu með 20 stig. Sölvi Geir Ottesen lék að venju allan leikinn fyrir SönderjyskE. Kári Árnason var í byrjunarliði Esbjerg sem tapaði fyrir Randers, 1-0, á útivelli í sömu deild um helgina. Kári var tekinn af velli á 58. mínútu en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. Esbjerg er í áttunda sæti deildarinnar með 28 stig. Bröndby er í öðru sæti deildarinnar með 62 stig, tveimur á eftir toppliði FCK. Bröndby vann um helgina 3-1 útisigur á botnliði Vejle þar sem Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby. Í dönsku B-deildinni var Rúrik Gíslason í fyrsta sinn í byrjunarliði Viborg eftir fjarveru vegna meiðsla er liðið vann 2-0 sigur á Thisted. Viborg er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig eftir 23 leiki. Herfölge er í efsta sætinu með 52 stig og Silkeborg í því öðru með 50. Í Noregi héldu nýliðar Sandefjord áfram að koma á óvart með því að vinna 1-0 sigur á Strömsgodset. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Sandefjord og nældi í vítaspyrnuna sem liðið skoraði sigurmarkið úr. Hann var svo tekinn af velli á 54. mínútu leiksins. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Viking sem vann 3-2 sigur á Bodö/Glimt. Birkir var einmitt í láni hjá Bodö/Glimt á síðasta keppnistímabili þar sem hann sló í gegn. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Odd Grenland sem gerði 1-1 jafntefli við Tromsö. Þá gerðu Stabæk og Lyn markalaust jafntefli. Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Lyn en Pálmi Rafn Pálmason var ekki í leikmannahópi Stabæk. Rosenborg er á toppi deildarinnar með sautján stig. Sandefjord er í fjórða sæti með tólf stig, Viking í fimmta með ellefu, Odd Grenland í sjötta með tíu en meistarar Stabæk í tólfta sætinu með sjö stig. Stabæk hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö í deildinni. Í norsku B-deildinni tapaði Nybergsund sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Löv-Ham á heimavelli, 2-1. Viktor Bjarki Arnarsson lék fyrstu 80 mínúturnar í liði Nybergsund sem er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Í Svíþjóð eru fjögur lið efst og jöfn með tólf stig, þar af Íslendingaliðin IFK Gautaborg, Helsingborg og Elfsborg. Um helgina gerði Elfsborg 1-1 jafntefli við Brommapojkarna þar sem Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir KR fær tvo unga Ganverja Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
SönderjyskE vann um helgina mikilvægan 2-0 sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og lyfti sér þar með úr fallsæti. SönderjyskE var í fallsæti fyrir helgina og hafði verið lengi. Horsens var í tíunda sætinu fyrir helgi og því um mikinn fallslag að ræða. Með sigrinum færðist SönderjyskE upp í tíunda sæti deildarinnar með 23 stig og Horsens í það ellefta með 22. Vejle er í botnsætinu með 20 stig. Sölvi Geir Ottesen lék að venju allan leikinn fyrir SönderjyskE. Kári Árnason var í byrjunarliði Esbjerg sem tapaði fyrir Randers, 1-0, á útivelli í sömu deild um helgina. Kári var tekinn af velli á 58. mínútu en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. Esbjerg er í áttunda sæti deildarinnar með 28 stig. Bröndby er í öðru sæti deildarinnar með 62 stig, tveimur á eftir toppliði FCK. Bröndby vann um helgina 3-1 útisigur á botnliði Vejle þar sem Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby. Í dönsku B-deildinni var Rúrik Gíslason í fyrsta sinn í byrjunarliði Viborg eftir fjarveru vegna meiðsla er liðið vann 2-0 sigur á Thisted. Viborg er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig eftir 23 leiki. Herfölge er í efsta sætinu með 52 stig og Silkeborg í því öðru með 50. Í Noregi héldu nýliðar Sandefjord áfram að koma á óvart með því að vinna 1-0 sigur á Strömsgodset. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Sandefjord og nældi í vítaspyrnuna sem liðið skoraði sigurmarkið úr. Hann var svo tekinn af velli á 54. mínútu leiksins. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Viking sem vann 3-2 sigur á Bodö/Glimt. Birkir var einmitt í láni hjá Bodö/Glimt á síðasta keppnistímabili þar sem hann sló í gegn. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Odd Grenland sem gerði 1-1 jafntefli við Tromsö. Þá gerðu Stabæk og Lyn markalaust jafntefli. Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Lyn en Pálmi Rafn Pálmason var ekki í leikmannahópi Stabæk. Rosenborg er á toppi deildarinnar með sautján stig. Sandefjord er í fjórða sæti með tólf stig, Viking í fimmta með ellefu, Odd Grenland í sjötta með tíu en meistarar Stabæk í tólfta sætinu með sjö stig. Stabæk hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö í deildinni. Í norsku B-deildinni tapaði Nybergsund sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Löv-Ham á heimavelli, 2-1. Viktor Bjarki Arnarsson lék fyrstu 80 mínúturnar í liði Nybergsund sem er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Í Svíþjóð eru fjögur lið efst og jöfn með tólf stig, þar af Íslendingaliðin IFK Gautaborg, Helsingborg og Elfsborg. Um helgina gerði Elfsborg 1-1 jafntefli við Brommapojkarna þar sem Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir KR fær tvo unga Ganverja Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira