Robinson vann troðslukeppnina - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 11:48 Nate Robinson treður hér yfir Dwight Howard í nótt. Nordic Photos / Getty Images Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni í körfubolta fer fram í Phoenix í kvöld en í gærkvöldi fór fram hin fræga troðslukeppni. Það var Nate Robinson, leikmaður New York, sem bar sigur úr býtum í henni og hafði hann betur gegn ríkjandi meistara, Dwight Howard hjá Orlando. Það er talsverður hæðarmunur á þessum tveimur en Robinson er ekki nema 1,75 m á hæð sem gerir sigur hans þeim mun merkilegri. Robinson fékk 52 prósent atkvæða áhorfenda sem kusu en hann vann þessa keppni einnig árið 2006. Robinson fékk leyfi hjá Howard til að stökkva yfir hann í troðslunni sinni og dugði það til að færa honum sigurinn enda er Howard 2,11 m á hæð. Robinson átti reyndar ekki von á því að Howard væri til í að gera þetta fyrir hann. „Ég spurði hann í lyftunni á föstudaginn," sagði Robinson. „Hann sagðist alveg vera til í þetta en ég hélt að han væri að grínast." „Þetta snýst bara um að skemmta sér og öðrum," sagði Howard um troðsluna. „Og hann vann mjög sanngjarnan sigur. Áhorfendur elskuðu troðsluna en við vorum að reyna að búa til flotta sýningu fyrir þá. Um það snýst stjörnuhelgin og skiptir það engu máli hver vinnur og hver tapar." Smelltu hér til að sjá myndband af umræddri troðslu. Hér má sjá samantakt af allri troðslukeppninni. Howard byrjaði reyndar mjög vel í keppninni og var fyrsta troðslan hans sérstaklega áhugaverð. Hann hljóp inn í símaklefa rétt utan vallarins, kom aftur klæddur Superman-búningi og tróð með miklum tilþrifum. Eftir keppnina var það mál manna að Robinson myndi héðan í frá ganga undir nafninu Krypto-Nate. Daequan Cook vann sigur í þriggja stiga skotkeppnina eftir harða keppni við Rashard Lewis, leikmann Orlando en Cook leikur með Miami. Þar með lauk tveggja ára sigurgöngu Jason Kapono. Þá var einnig keppt í H-O-R-S-E sem íslenskir körfuboltaunnendur þekkja betur sem A-S-N-I. Þar var það Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, sem bar sigur úr býtum í keppni við þá OJ Mayo og Joe Johnson þó svo að Durant hafi verið fyrstur til að fá fjóra stafi í keppninni. Stjörnuleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst útsending klukkan 01.15 eftir miðnætti í kvöld.Smelltu hér til að sjá samantekt af öllum keppnum gærkvölsins. NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni í körfubolta fer fram í Phoenix í kvöld en í gærkvöldi fór fram hin fræga troðslukeppni. Það var Nate Robinson, leikmaður New York, sem bar sigur úr býtum í henni og hafði hann betur gegn ríkjandi meistara, Dwight Howard hjá Orlando. Það er talsverður hæðarmunur á þessum tveimur en Robinson er ekki nema 1,75 m á hæð sem gerir sigur hans þeim mun merkilegri. Robinson fékk 52 prósent atkvæða áhorfenda sem kusu en hann vann þessa keppni einnig árið 2006. Robinson fékk leyfi hjá Howard til að stökkva yfir hann í troðslunni sinni og dugði það til að færa honum sigurinn enda er Howard 2,11 m á hæð. Robinson átti reyndar ekki von á því að Howard væri til í að gera þetta fyrir hann. „Ég spurði hann í lyftunni á föstudaginn," sagði Robinson. „Hann sagðist alveg vera til í þetta en ég hélt að han væri að grínast." „Þetta snýst bara um að skemmta sér og öðrum," sagði Howard um troðsluna. „Og hann vann mjög sanngjarnan sigur. Áhorfendur elskuðu troðsluna en við vorum að reyna að búa til flotta sýningu fyrir þá. Um það snýst stjörnuhelgin og skiptir það engu máli hver vinnur og hver tapar." Smelltu hér til að sjá myndband af umræddri troðslu. Hér má sjá samantakt af allri troðslukeppninni. Howard byrjaði reyndar mjög vel í keppninni og var fyrsta troðslan hans sérstaklega áhugaverð. Hann hljóp inn í símaklefa rétt utan vallarins, kom aftur klæddur Superman-búningi og tróð með miklum tilþrifum. Eftir keppnina var það mál manna að Robinson myndi héðan í frá ganga undir nafninu Krypto-Nate. Daequan Cook vann sigur í þriggja stiga skotkeppnina eftir harða keppni við Rashard Lewis, leikmann Orlando en Cook leikur með Miami. Þar með lauk tveggja ára sigurgöngu Jason Kapono. Þá var einnig keppt í H-O-R-S-E sem íslenskir körfuboltaunnendur þekkja betur sem A-S-N-I. Þar var það Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, sem bar sigur úr býtum í keppni við þá OJ Mayo og Joe Johnson þó svo að Durant hafi verið fyrstur til að fá fjóra stafi í keppninni. Stjörnuleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst útsending klukkan 01.15 eftir miðnætti í kvöld.Smelltu hér til að sjá samantekt af öllum keppnum gærkvölsins.
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira