NBA í nótt: Sacramento vann í þríframlengdum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2009 09:43 Leikmenn Sacramento fagna sigrinum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Sacramento vann sigur á Golden State, 135-133, í þríframlengdum leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Þá tapaði LA Lakers fyrir San Antonio. Það var John Salmons sem tryggði Sacramento sigur á endanum með körfu þegar 1,6 sekúndur voru til loka þriðju framlengingarinnar. Golden State náði að koma skoti áður en leiktíminn rann út en það geigaði. Þetta var fyrsti sigur Sacramento á útivelli í síðustu þrettán útileikjum liðsins í deildinni. Salmons var með 25 stig í leiknum og fjórtán fráköst en Brad Miller var stigahæstur með 30 stig og 22 fráköst. Jamal Crawford skoraði 35 stig fyrir Golden State og CJ Watson 26. San Antonio vann LA Lakers, 112-111, en þetta var í fyrsta sinn sem liðin mætast síðan í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra. Þá vann Lakers sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar en í nótt náði San Antonio að hefna fyrir ófarirnar. Lakers lenti mest ellefu stigum undir í fjórða leikhluta en náði að að komast tveimur stigum yfir er Kobe Bryant setti niður þrist þegar tólf sekúndur voru eftir. Roger Mason reyndist svo hetja San Antonio er hann setti niður skot og fiskaði um leið víti sem hann svo nýtti. Það reyndist sigurkarfa leiksins. Lakers átti reyndar tækifæri til að komast aftur yfir í síðustu sókn leiksins en boltinn var dæmdur af liðinu er Trevor Ariza gerðist sekur um að taka of mörg skref með boltann þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 27 stig og þeir Tim Dunan og Tony Parker komu næstur með 20 stig hvor. Hja Lakers var Kobe stigahæstur með 29 stig auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst. Pau Gason kom næstur með 21 stig. Boston vann New Jersey, 118-86, og þar með sinn þriðja sigur í röð. Sigur Boston var öruggur en Paul Pierce skoraði 22 stig í leiknum, þar af átján í þriðja leikhluta. Kevin Garnett skoraði 20 stig. New Orleans vann Dallas, 104-97. Chris Paul var ótrúlega nálægt því að ná fjórfaldri tvennu í leiknum en hann átti ótrúlegan leik. Hann skoraði 33 stig, gaf ellefu stoðsendingar, tók tíu fráköst og stal sjö boltum. Indiana vann Detroit, 110-106. Danny Granger skoraði 24 stig, TJ Ford 23 og Troy Murphy átján fyrir Indiana. Rodney Stuckey skoraði 30 stig fyrir Detroit. Philadelphia vann Portland, 100-79. Andre Iguodala skoraði 30 stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fimmta sigur í röð. Chicago vann Torotno, 102-98. Nýliðinn Derrick Rose skoraði 25 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Luol Deng var með sextán stig og fjórtán fráköst. Miami vann Milwaukee, 102-99. Daequan Cook setti niður sex þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. Dwyane Wade skoraði sautján stig og var með þrettán stoðsendingar. Oklahoma vann óvæntan sigur á Utah, 114-93. Jeff Green var með 23 stig, Russell Westbrook 22 og Kevin Durant 21. New York vann Washington, 128-122. NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Sacramento vann sigur á Golden State, 135-133, í þríframlengdum leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Þá tapaði LA Lakers fyrir San Antonio. Það var John Salmons sem tryggði Sacramento sigur á endanum með körfu þegar 1,6 sekúndur voru til loka þriðju framlengingarinnar. Golden State náði að koma skoti áður en leiktíminn rann út en það geigaði. Þetta var fyrsti sigur Sacramento á útivelli í síðustu þrettán útileikjum liðsins í deildinni. Salmons var með 25 stig í leiknum og fjórtán fráköst en Brad Miller var stigahæstur með 30 stig og 22 fráköst. Jamal Crawford skoraði 35 stig fyrir Golden State og CJ Watson 26. San Antonio vann LA Lakers, 112-111, en þetta var í fyrsta sinn sem liðin mætast síðan í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra. Þá vann Lakers sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar en í nótt náði San Antonio að hefna fyrir ófarirnar. Lakers lenti mest ellefu stigum undir í fjórða leikhluta en náði að að komast tveimur stigum yfir er Kobe Bryant setti niður þrist þegar tólf sekúndur voru eftir. Roger Mason reyndist svo hetja San Antonio er hann setti niður skot og fiskaði um leið víti sem hann svo nýtti. Það reyndist sigurkarfa leiksins. Lakers átti reyndar tækifæri til að komast aftur yfir í síðustu sókn leiksins en boltinn var dæmdur af liðinu er Trevor Ariza gerðist sekur um að taka of mörg skref með boltann þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 27 stig og þeir Tim Dunan og Tony Parker komu næstur með 20 stig hvor. Hja Lakers var Kobe stigahæstur með 29 stig auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst. Pau Gason kom næstur með 21 stig. Boston vann New Jersey, 118-86, og þar með sinn þriðja sigur í röð. Sigur Boston var öruggur en Paul Pierce skoraði 22 stig í leiknum, þar af átján í þriðja leikhluta. Kevin Garnett skoraði 20 stig. New Orleans vann Dallas, 104-97. Chris Paul var ótrúlega nálægt því að ná fjórfaldri tvennu í leiknum en hann átti ótrúlegan leik. Hann skoraði 33 stig, gaf ellefu stoðsendingar, tók tíu fráköst og stal sjö boltum. Indiana vann Detroit, 110-106. Danny Granger skoraði 24 stig, TJ Ford 23 og Troy Murphy átján fyrir Indiana. Rodney Stuckey skoraði 30 stig fyrir Detroit. Philadelphia vann Portland, 100-79. Andre Iguodala skoraði 30 stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fimmta sigur í röð. Chicago vann Torotno, 102-98. Nýliðinn Derrick Rose skoraði 25 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Luol Deng var með sextán stig og fjórtán fráköst. Miami vann Milwaukee, 102-99. Daequan Cook setti niður sex þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. Dwyane Wade skoraði sautján stig og var með þrettán stoðsendingar. Oklahoma vann óvæntan sigur á Utah, 114-93. Jeff Green var með 23 stig, Russell Westbrook 22 og Kevin Durant 21. New York vann Washington, 128-122.
NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira